Leyndardómur Mayanna

Leyndardómur Mayanna er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 24

Söguþráður

breyta

Þjóðsögn greinir frá því, að í frumskógum Mið-Ameríku leynist týnd borg, þar sem geymd væri Gullbók Maya hinna fornu, og hefði að geyma, ef til vill, leyndardóma nú horfinnar menningar. Clairembart prófessor hefur öðlast vissu fyrir því, að borg þessi sé til og sömuleiðis Gullbókin. Ásamt Bob Moran og Bill Ballantine ræðst hann í ferðalag inn í frumskóginn í leit að þessari dularfullu borg. Auk þeirra hættu, sem stafaði af náttúrufyrirbærum á leið rannsóknarmanna, bætist við hin stöðuga leyndardómsfulla „Nálægð“ (Bob giskaði á að það væri andi, sem tilheyrði hinum fornu Mayum), sem sífellt lét á sér bæra og lagði óteljandi gildrur á leið þeirra félaga. Heppnast Bob enn þá einu sinni að yfirbuga fjendur sína? Heppnast honum að komast að leyndarmáli Mayanna? Moran, Clairembart og Bill Ballantine hefðu haft óteljandi gildar ástæður til þess að hætta þessum leiðangri og oft lá við að ævintýrið endaði með flótta eða dauða.

Aðalpersónur

breyta

Bob Moran, Bill Balantine, Prófessor Aristide Clairembart, Frank Reeves, Samúel Higgins, Loomie

Sögusvið

breyta

Miami, Bandaríkin, Ciudad Tobago, Mexíkó

Bókfræði

breyta
  • Titill: Leyndardómur Mayanna
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Le secret des Mayas
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1956
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1972