Leynifélag löngu hnífanna

Leynifélag löngu hnífanna er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 26

Söguþráður breyta

Bob er á ferð um undirheima San Francisco. Hann heyrir fótatak nálgast, stekkur aftur á bak, þrífur skammbyssu sína upp úr jakkavasanum en fékk þó ekki tíma til að ógna fjendum sínum með henni í þetta sinn, því að einhver sló vopnið úr hendi hans. Um leið stóð hann augliti til auglitis við geysistórann skugga, sem hann þekkti þegar í stað, að þar var kominn risinn mikli, sem hann hafði átt í höggi við fyrr um nóttina. Tvær krumlur fálmuðu á móti honum. Hann vatt sér undan og steig harkalega ofan á tærnar á risanum, sem veinaði af sársauka. Samtímis rak Bob hnefann í magann á honum, sem var viðkomu eins og fiðursæng. Bob færðist nú í aukana og greiddi nú þungt högg með handarjarðinum á háls risans. En það bar engan árangur, allt í einu klauf önnur risakrumlan loftið og laust Bob í síðuna, svo að hann lak niður. Hann fann höggin dynja á sér og loks féll hann óvígur. En það þarf enginn að láta sér detta í hug, að Bob láti bófana úr „Leynifélagi löngu hnífanna“ leika sig oft svo grátt. Hann rankaði fljótlega við sér og þá varð annað uppi á teningnum.

Aðalpersónur breyta

Bob Moran, Bill Balantine, Jón Mó, Eroll Dunkirk/Lawrence Miller, Sandra Lee, Herra Pink, Wu

Sögusvið breyta

San Juanico, Mexíkó - San Francisco, Bandaríkin

Bókfræði breyta

  • Titill: Leynifélag löngu hnífanna
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Les Club des Longs Couteaux
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1962
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1973