1903
ár
(Endurbeint frá Apríl 1903)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1903 (MCMIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Í ársbyrjun - Blaðið Ingólfur hefur göngu sína. Fyrsti ritstjóri þess er Bjarni Jónsson frá Vogi.
- 22. febrúar - Fríkirkjan í Reykjavík vígð.
- 18. apríl - Húsið Glasgow í Reykjavík brennur til kaldra kola.
- Um sumarið - Lög sett á Alþingi um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna.
- Júní - Alþingiskosningar eru haldnar. Kosningaréttur var rýmkaður og náði til um 65 prósenta karlmanna 25 ára og eldri. [1]
- Knattspyrnufélag Vestmannaeyja var stofnað.
- Bæjarstjórn Reykjavíkur byrjar að halda fundi sína í Góðtemplarahúsinu.
- Kvikmyndasýningar hefjast í Iðnó.
- Skipið Orient frá Reykjavík ferst með 22 manna áhöfn.
- Landvarnarflokkurinn er stofnaður.
- Skógræktin stofnar skógræktarstöð á Hallormsstað.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- Ódagsett - Danska þingið samþykkti að ráðherra Íslands skyldi búa á Íslandi.
- 26. apríl - Knattspyrnufélagið Atlético Madrid er stofnað á Spáni.
- 11. júní - Alexander Obrenović Serbíukonungur og Draga drottning eru tekin af lífi í Belgrad af Svörtu höndinni, sömu samtökum sem síðar réðu Frans Ferdinand af lífi.
- 16. júní - Ford Motor Company er stofnað af Henry Ford.
- 4. ágúst - Píus 10. verður páfi.
- 3. október - Danakonungur samþykkti ákvörðun danska þingsins um heimastjórn á Íslandi.
- 3. október - Hampden Park-leikvangurinn opnaði í Glasgow.
- 3. nóvember - Panama lýsir yfir sjálfstæði frá Kólumbíu.
- 17. nóvember - Sósíaldemókratíski verkalýðsflokkurinn í Rússandi klofnar í bolsévika og mensjevika.
- 17. desember - Wrightbræður fljúga fyrstu flugvélinni.
- 30. desember - 600 farast í eldsvoða í Iroquois-leikhúsinu í Chicago.
- 31. desember - Samtök sem berjast fyrir kosningarétti kvenna eru stofnuð í Svíþjóð.
Fædd
- 22. febrúar - Frank Plumpton Ramsey, breskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur (d. 1930).
- 25. febrúar - Guillermo Subiabre, síleskur knattspyrnumaður (d. 1964).
- 28. júní - André Maschinoti, franskur knattspyrnumaður (d. 1963).
Dáin
- Eðlisfræði - Antoine Henri Becquerel
- Efnafræði - Svante August Arrhenius
- Læknisfræði - Niels Ryberg Finsen
- Bókmenntir - Bjørnstjerne Martinus Bjørnson
- Friðarverðlaun - Sir Sir William Randal Cremer
- ↑ Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi? Vísindavefurinn