Svante Arrhenius

(Endurbeint frá Svante August Arrhenius)

Svante August Arrhenius (fæddur 19. febrúar 1859 í Svíþjóð, dáinn 2. október 1927) var sænskur vísindamaður, upprunalega eðlisfræðingur, en hann var einn af stofnendum vísinda eðlisefnafræðirinnar. Hann var sonur Svante Gustaf Arrhenius og Carolinu Christinu Thunberg.

Svante Arrhenius

Árið 1884 skrifaði hann doktorsritgerð um jónir og eiginleika þeirra. Kenning hans var ekki viðtekin í fyrstu en hann hlaut að lokum Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1903 fyrir hana.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.