Ólafur Bjarnarson (d. 2. september 1354) var hirðstjóri á Íslandi á 14. öld. Ekkert er vitað um ætt hans eða bústað en hann kann þó að hafa búið á Keldum á Rangárvöllum og verið sonarsonur Sighvatar Hálfdanarsonar, sonar Hálfdanar Sæmundssonar og Steinvarar Sighvatsdóttur á Keldum. Það er þó hrein tilgáta og aðrir telja að hann hafi verið norskur.

Hann kom til landsins 1350 með hirðstjórn yfir allt landið og hafði hana sennilega til dauðadags. Hann fór til Noregs 1353 og drukknaði ári síðar ásamt Guðmundi tengdasyni sínum, syni Snorra Narfasonar lögmanns á Skarði, þegar þeir héldu í suðurgöngu til Santiago de Compostela á Spáni.

Ekki er vitað hver kona Ólafs var en börn hans voru Þórdís, kona Guðmundar Snorrasonar, og Björn Ólafsson bóndi í Hvalsnesi, sagður einn helstu bænda landsins 1358.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Holti Þorgrímsson
Hirðstjóri
(13501354)
Eftirmaður:
Ívar Vigfússon hólmur