101 Reykjavík (kvikmynd)

kvikmynd
(Endurbeint frá 101 Reykjavík)

101 Reykjavík er kvikmynd eftir Baltasar Kormák, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason.

101 Reykjavík
LeikstjóriBaltasar Kormákur
HandritshöfundurHallgrímur Helgason
Baltasar Kormákur
Framleiðandi101 ehf.
Ingvar H. Þórðarson
Baltasar Kormákur
LeikararVictoria Abril
Hilmir Snær Guðnason
Hanna María Karlsdóttir
Þrúður Vilhjálmsdóttir
Baltasar Kormákur
Ólafur Darri Ólafsson
FrumsýningFáni Íslands 1. júní, 2000
Lengd88 mín.
Tungumálíslenska
Aldurstakmark
14 ára
(kvikmynd)

Kvikmyndaskoðun: Þrátt fyrir gamansama leikfléttu og frásagnarstíl verður ekki litið hjá því að myndin inniheldur að mörgu leyti heldur krefjandi siðferðilegt efni, bæði hvað varðar skilning sem og efnið í sjálfu sér. Efnið fær eðlilega aukið vægi þar sem fjallað er um íslenskan veruleika á eigin tungu landsmanna, saga sem gerist í íslensku umhverfi. Slíkt er til þess fallið að ýkja þau áhrif sem ætlað er að náist. Í myndinni er um að tefla lítilsháttar fíkniefnaneyslu og tal um slíkt sem þó vegur ekki þungt við ákvörðun um aldursmörk. Á hinn bóginn er ólifnaði og áfengisneyslu lýst ítrekað. All opinskátt og ítrekað er fjallað um kynferðisleg málefni og í myndinni er myndskeið þar sem persónur eru í samförum að höfuðpersónu myndarinnar ásjáandi. Á einum stað kemur við sögu all nærgöngult ofbeldisatriði þar sem beitt er skotvopni, enda þótt um ímyndun reynist að ræða. Skoðunarmenn komust að niðurstöðu um að ofangreind atriði, efni myndarinnar og framsetning væri allt með þeim hætti að ekki hæfi yngri áhorfendum en 14 ára.[1]

16 ára
(myndband)

Kvikmyndaskoðun: Um rök fyrir niðurstöðu myndbands skal vísað til þess sem segir um skoðun efnisins fyrir sýningu í kvikmyndahúsi. Þar segir m.a.: "Þrátt fyrir gamansama leikfléttu og frásagnarstíl verður ekki litið hjá því að myndin inniheldur að mörgu leyti heldur krefjandi siðferðilegt efni, bæði hvað varðar skilning sem og efnið í sjálfu sér. Efnið fær eðlilega aukið vægi þar sem fjallað er um íslenskan veruleika á eigin tungu landsmanna, saga sem gerist í íslensku umhverfi. Slíkt er til þess fallið að ýkja þau áhrif sem ætlað er að náist. Í myndinni er um að tefla lítilsháttar fíkniefnaneyslu og tal um slíkt sem þó vegur ekki þungt við ákvörðun um aldursmörk. Á hinn bóginn er ólifnaði og áfengisneyslu lýst ítrekað. All opinskátt og ítrekað er fjallað um kynferðisleg málefni og í myndinni er myndskeið þar sem persónur eru í samförum að höfuðpersónu myndarinnar ásjáandi. Á einum stað kemur við sögu all nærgöngult ofbeldisatriði þar sem beitt er skotvopni, enda þótt um ímyndun reynist að ræða. Skoðunarmenn komust að niðurstöðu um að ofangreind atriði, efni myndarinnar og framsetning væri allt með þeim hætti að ekki hæfi yngri áhorfendum en 14 ára." Það er álit skoðunarmanna myndbandsútgáfu myndarinnar sem virðist að fullu hin sama og kikmyndaútgáfu að efnið sé með hætti að það skuli bera 16 ára aldursmörk þar sem 14 ára mörk eru ekki möguleg við ákvörðun aldursmarka myndbandsefnis. [2]

Tilvísanir

breyta
  1. „skýring á aldurstakmarki“. Sótt 10. febrúar 2007.
  2. „skýring á aldurstakmarki“. Sótt 10. febrúar 2007.
   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.