Sódóma Reykjavík
Sódóma Reykjavík er fyrsta kvikmynd Óskars Jónassonar í fullri lengd.
Sódóma Reykjavík | |
---|---|
Leikstjóri | Óskar Jónasson |
Handritshöfundur | Óskar Jónasson |
Framleiðandi | Jón Ólafsson |
Leikarar |
|
Dreifiaðili | Skífan |
Frumsýning | 1992 |
Lengd | 78 mín. |
Tungumál | Íslenska |
Aldurstakmark | Bönnuð innan 12 |
Hún fjallar um leit bifvélavirkjans og erkilúðans Axels (Björn Jörundur Friðbjörnsson) að fjarstýringu fyrir sjónvarpstæki móður sinnar. Hluta handrits myndarinnar skrifaði Óskar Jónasson þegar hann dvaldi upp í sveit í sumarbústað.
Viðtökur
breytaUm 38.500 manns sáu Sódómu í kvikmyndhúsum á Íslandi þegar hún var frumsýnd sumarið 1992, sem má telja mjög gott miðað við að mannfjöldinn á Íslandi var um 260.000.
Allar götur síðan hefur myndin verið ein vinsælasta kvikmynd, sem gerð hefur verið á Íslandi, og öðlast stöðu „költ” myndar hjá hverri kynslóðinni af annarri. Kvikmyndinni var einnig vel tekið erlendis og var til dæmis líkt við kvikmyndina After Hours. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1993 og í Asíu var sýndur áhugi á að gera japanska endurgerð, þótt ekkert hafi orðið úr því.