Aralvatn er salt stöðuvatn í Mið-Asíu á landamærum Úsbekistans og Kasakstans. Vegna nýrra áveitukerfa sem Sovétríkin gerðu í kringum árnar Amu Darja og Syr Darja hefur það minnkað um 60% frá 1960. Saltmagn í vatninu hefur þrefaldast, en auk þess er það mjög mengað þar sem affall frá þungaiðnaði og áburður hafa safnast fyrir í því. Engar ár renna úr Aralvatni.

Skip sem varð eftir á þurru landi þegar Aralvatn þornaði upp.
Kort sem sýnir hvernig Aralvatn hefur hopað frá 1960

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.