Parþaveldið

Parþaveldið eða Arsakídaveldið var íranskt ríki sem stóð þar sem nú eru Írak og Íran frá 247 f.Kr. til 224 e.Kr. Stofnandi þess var Arsak 1. leiðtogi Parna-ættbálksins sem lagði Parþíu í norðausturhluta Írans undir sig. Parþía var þá satrapdæmi í Selevkídaríkinu. Míþrídates 1. af Parþíu (um 171–138 f.Kr.) stækkaði þetta ríki mikið þegar hann lagði Medíu og Mesópótamíu undir sig með sigrum á Selevkídum. Á hátindi sínum náði Parþaveldið frá nyrstu uppsprettum Efrat, þar sem nú er mið-austurhluti Tyrklands, að austurhéruðum Írans. Silkivegurinn lá um ríkið og það varð miðstöð verslunar. Parþaveldið veiktist vegna átaka við Rómaveldi og innri átaka á 2. öld. Íranskur landstjóri í Persis (nú Fars í Íran), Adrasjir 1., stofnandi Sassanídaveldisins, gerði uppreisn gegn Parþaveldinu og sigraði að lokum konung þess, Arabanes 5., í orrustunni við Hormozdgan árið 224.

Silfurdrakma slegin af Arsak 1.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.