Kóreska
Kóreska er tungumál talað í Austur-Asíu. Það er talað af 78 milljónum manns sem gerir það af þrettánda mest talaða tungumáli heims. Ekki hefur tekist að sýna fram á skyldleika kóresku við neitt annað tungumál. Helmingur orðaforðans eru tökuorð úr kínversku.
Kóreska 한국어 (韓國語) (Suður-Kórea) 조선말 (朝鮮말) (Norður-Kórea) | ||
---|---|---|
Málsvæði | Norður-Kórea og Suður-Kórea | |
Fjöldi málhafa | 77.233.270 | |
Ætt | Kóresk mál | |
Skrifletur | Hangul Hanja Romaja | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
![]() ![]() ![]() | |
Viðurkennt minnihlutamál | Samveldi sjálfstæðra ríkja | |
Stýrt af | Kóresku tungumálastofnuninni | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | ko
| |
ISO 639-2 | kor
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Engin tilvísunarfornöfn eru til í kóresku og enginn greinir. Nafnorð flokkast ekki í kyn og taka engum breytingum í fleirtölu. Kóreska er ýmist rituð lóðrétt eða lárétt með Hangul sem hefur 40 bókstafi. 21 bókstafur táknar sérhljóð (tíu einhljóð og ellefu tvíhljóð) en nítján bókstafir tákna samhljóð, þar af tákna fimm stafir tvö samhljóð í einu. Grundvallarorðaröð er frumlag — andlag — sögn.
Elstu ritheimildir eru frá um 1100.