LG Corporation (kóreska: LG 법인) áður Lucky Goldstar (kóreska: Leokki Geumseong 럭키금성/樂喜金星) er suðurkóresk samsteypa. LG er fjórða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Suður-Kóreu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í tvíturnabyggingu í Yeouido-dong í Seúl. LG framleiðir raftæki, efni og samskiptatæki en rekur nokkur dótturfyrirtæki svo sem LG Electronics, Zenith, LG Display, LG Telecom og LG Chem í yfir 80 löndum.

LG Corporation
Rekstrarform Samsteypa
Staðsetning Seúl, Suður-Kórea
Lykilpersónur Koo Bon-Moo (framkvæmdastjóri)
Yu Sig Kang (varaformaður)
Starfsemi Raftæki, efni,
samskipti, upplýsingatækni
Tekjur US$143 milljarðar
Starfsfólk 220.000
Vefsíða www.lg.com

Stofnandi LG Koo In-Hwoi stofnaði fyrirtækið Lak-Hui Chemical Industrial Corp. árið 1947. Árið 1952 varð Lak-Hui (borið fram „Lucky“) fyrsta kóreska fyrirtækið til að fara inn í plastiðnaðinn. Meðan á fyrirtækið var að sækja fram á plastmarkaðinn stofnaði það GoldStar Co. Ltd. árið 1958. Fyrirtækin sameinuðust og urðu að Lucky Goldstar.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.