Runnareynir er reynitegund.

Runnareynir
Sorbus sambucifolia
Sorbus sambucifolia
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Sambucifoliae
Tegund:
Sorbus sambucifolia

Samheiti

Sorbus sambucifolia var. pseudogracilis C. K. Schneider
Pyrus sambucifolia Cham. & Schltdl.

Lýsing

breyta

Runnareynir er runni, 1 til 2 m. Blöðin eru fjaðurlaga, 9 til 20 sm löng, með 7 til 11 lensulaga og tenntum smáblöðum. Þau eru glansandi græn að ofan og fölgræn að neðan. Blómin 10mm í ögn hangandi hálfsveip, hvít með rauðleitum blæ. Fáblóma. Berin eru rauð, 12 til 20mm löng og 10 til 16 mm breið. Breytileg, tvílitna tegund (2n=34).[1]

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Runnareynir er upprunninn frá Norðaustur Asíu; Alútaeyjar austur til Kamtschtka og strendur A Rússlands og til fjalla í Japan (Hokkaido og norðurhéruðum Honshu, vex við jaðar fjallaskóga).

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2020. Sótt 15. apríl 2016.


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.