Skotareynir
Skotareynir, ( fræðiheiti: Sorbus arranensis, á ensku Scottish eða Arran Whitebeam) er tegund af reyni sem er einlendur í Skotlandi, á eyjunni Arran.[1]
Skotareynir | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Sorbus arranensis Hedl. | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Útbreiðsla og búsvæði
breytaTegundinni er ógnað af tapi búsvæða og einungis 283 tré voru skráð fullvaxin 1980.[2] Trén eru vernduð í Glen Diomhan hjá Glen Catacol,[1] á norðurenda Arraneyjar með girðingu (friðlýst svæði). Náttúruleg útbreiðsla þess er takmörkuð við Abhainn Bheag (Uisge Solus), Glen Diomhan, Glen Catacol, Allt nan Calman, Allt Dubh, Gleann Easan Biorach og Glen Iorsa (Allt-nan-Champ). Trén eru fundin í smáum skógarleifum á óaðgengilegum bröttum hlíðum, og vex í súrum jarðvegi.[1]
Þróun
breytaSorbus undirættkvíslin getur myndað lífvænleg fræ með geldæxlun (apomictic), án frjóvgunar. Hvert fræ er því yfirleitt klónn af móðurtrénu. Tegundin myndaðist á frekar flókinn máta; Seljureynir (Sorbus aria) gat af sér Urðareyni (Sorbus rupicola) sem finnst enn á Holy Isle, Firth of Clyde. Þessi blendingstegund blandaðist svo ilmreyni (Sorbus aucuparia) svo úr varð S. arranesis.[1] Sifjareynir (Sorbus pseudofennica) er svo aftur blendingur á milli S. arranensis og Reynis (S. aucuparia).
Gillian Smart sýndi með að nota útlitseinkenni að tegundirnar eru aðskildar og ekki tilfallandi breytileiki. Nokkur skörun er hinsvegar og það bendir til að einhver blöndun er á milli tegundanna.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Wigginton, M.J. 1998. Sorbus arranensis[óvirkur tengill]. 2006 IUCN Red List of Threatened Species. Downloaded 23 August 2007.
- ↑ Eric Bignal (1980). „The endemic whitebeams of North Arran“. The Glasgow Naturalist. 20 (1): 60–64.
- ↑ Gillian J. B. Smart. A Morphological Study of the Inter-relationships of Sorbus arranensis and Sorbus pseudofennica on the Island of Arran, with their supposed parent species Sorbus rupicola and Sorbus aucuparia. The Todd Centre, University of Strathclyde, Glasgow.