Dvergreynir
Dvergreynir (Sorbus reducta) er smávaxin reynitegund upprunninn frá vestur Kína.
Dvergreynir | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Sorbus reducta Diels |
Lýsing breyta
Hann verður að 15-60 sm hár og 2 m breiður, þéttur og lítið eitt skriðull runni. Hvert lauf er 10 sm langt, með allt að 15 smáblöð sem verða í ýmsum rauðum litbrigðum að hausti. Blómin eru hvít og síðar koma rauð til bleik ber sem verða fullþroska hvít.[1]
Uppruni breyta
Kína, vex í grýttum fjallshlíðum í runnlendi eða graslendi í 2200-4000 m hæð í Sichuan og NV-Yunnan.
Orðsifjar breyta
Fræðiheitið reducta er úr latinu og þýðir "dvergur" og vísar til stærðarinnar.[2]
Tilvísanir breyta
- ↑ RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
- ↑ Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
Tenglar breyta
- Lystigarður Akureyrar [1] Geymt 2020-08-05 í Wayback Machine
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Dvergreynir.