Urðareynir

(Endurbeint frá Sorbus rupicola)

Urðareynir (Sorbus rupicola) er reynitegund.

Urðareynir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Aria
Tegund:
S. rupicola

Tvínefni
Sorbus rupicola
(Syme) Hedl.
Samheiti

Sorbus salicifolia (Myrin) Hedl.
Sorbus rupicola Nym.
Sorbus aria subsp. salicifolia (Hartm.) Hedl.
Pyrus rupicola (Syme) Bab.
Pyrus aria subsp. rupicola Syme

Lýsing

breyta

Urðareynir verður 3 - 5 m hár (örsjaldan 10m) en yfirleitt lægri. Blöðin eru heil, oddbaugótt, grunnt óreglulega tennt, og eru breiðust fyrir ofan miðju; á neðra borði eru þau þétt-hvíthærð. Það eru yfirleitt 7 - 9 pör af æðum. Snubbótt.

Blómin eru hvít, þéttlóhærð, og eru í breiðum hálfsveip. Berið er rautt eða tvílitt rautt og grænt með þéttum doppum, 12 - 15 sm langt

Uppruni og búsvæði

breyta

Urðareynir vex oft á bröttum stöðum í lélegum jarðvegi á klettum aða í skriðum, og í kjarri og skógarjaðri, helst í kalkjarðvegi. Hann er útbreiddur um Bretlandseyjar, er í S-Noregi (frá Halden í Østfold til Vegaa í Nordland) og S-Svíþjóð, á dönsku eyjunni Bornhólmi og Eistnesku eyjunni Saaremaa. Tegundin er fjórlitna og fjölgar sér án frjóvgunar (apomixis). Talið er að hún hafi komið fram við margföldun litninga (2n=4x=68) hjá Seljureyni (Sorbus aria).

Myndir

breyta

Viðbótar lesning

breyta
  • Ennos, R. A.; G. C. French; P. M. Hollingsworth (2005). „Conserving taxonomic complexity“. Trends in Ecology and Evolution. 20 (4): 164–8. doi:10.1016/j.tree.2005.01.012. PMID 16701363.
  • Robertson, A.; A. C. Newton; R. A. Ennos (2004). „Multiple hybrid origins, genetic diversity and population genetic structure of two endemic Sorbus taxa on the Isle of Arran, Scotland“. Molecular Ecology. 13 (1): 123–134. doi:10.1046/j.1365-294X.2003.02025.x. PMID 14653794.
  • C. Grey-Wilson og M. Blamey; norsk utgave T. Faarlund og P. Sunding (1992). Teknologisk Forlags store illustrerte flora for Norge og Nord-Europa. Teknologisk Forlag. s. 195. ISBN 82-512-0355-4.
  • «Klippoxel[1]». Den virtuella floran.
  • A. Mitchell, oversatt av I. Gjærevoll (1977). Trær i skog og hage. Tiden. s. 282. ISBN 82-10-01282-7.
  • «Sorbus rupicola». Flora Europaea. Besøkt 26. juli 2015.
  • H.H. Grundt og P.H. Salvesen (2011). «Kjenn din Sorbus: rogn og asal i Norge». Rapport 23/2011: Genressurssenteret ved Skog og landskap, s. 48–50. ISSN 1891-7933.


Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.