Knappareynir

(Endurbeint frá Sorbus americana)

Knapparreynir (Sorbus americana) er reynitegund.

Knappareynir
Ber Knappareynis
Ber Knappareynis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Commixtae[1]
Tegund:
S. americana

Tvínefni
Sorbus americana[2]
Marshall
Útbreiðsla Knappareynis
Útbreiðsla Knappareynis
Samheiti

Sorbus riparia Rafin.
Sorbus pumilus Rafin.
Sorbus microcarpa Pursh
Pyrus americana (Marsh.) DC.
Aucuparia americana (Marsh.) Nieuwland

Lýsing

breyta

Knappareynir er tiltölulega lítið tré, nær aðeins 12 metra hæð. Hann nær sinni mestu hæð á norðurströnd Huron-vatns og Superior-vatns.[4]

Hann líkist mikið ilmreyni (Sorbus aucuparia).

  • Börkur: Ljósgrár, sléttur, yfirborð hreistrað. Árssprotar eru hærðir fyrst, seinna sléttir, brúnir með rauðum blæ og korkblettum, loks verða þær dekkri og pappírskennt ysta lagið skilst auðveldlega frá.
  • Viður: Ljós brúnn; léttur, mjúkur, þéttur en lélegur. Sp. gr., 0.5451; þyngd á cu. ft., 33.97 lbs.
  • Vetrarbrum: dökk rauð, hvassydd, 0,6 til 1,9 á lengd. Innri brumhlífarblöð eru mjög loðnar og stækka með sprotanum.
  • Blöð: Stakstæð, samsett - fjaðurlaga, 15 til 25 sm löng, með með mjóum, grópuðum blaðstilk. Smáblöð 13 til 17 talsins lensulaga eða langegglaga, 5 - 7,5 sm löng, breidd helmingur til tveir þriðju af lengd, fíntennt nær að grunni, legglaus, endasmáblaðið stundum á legg 1,5 sm löngum. Þau koma úr bruminu með fíngerðri hæringu, samanbrotin; fullútsprungin eru þau slétt, dökk gulgræn að ofan og ljósari að neðan. Haustlitur er hreingulur. Axlarblöð eru blaðlaga og skammlíf.
  • Blóm: Júlí, eftir að blöðin eru útsprungin. Hvít, í flötum hálfsveip, allt að 14sm í þvermál.
  • Ber: Nær kúlulaga, 7,5 til 8 sm í þvermál, í klösum. Þroskast í október og standa á trénu allan veturinn. Aldinin eru æt en súr, með mikilli eplasýru (e. malic acid).[4]

Litningafjöldi 2n=34

Útbreiðsla

breyta

Upprunninn úr austurhluta Norður-Ameríku;

  • Austur-Kanada – Nýja-Brúnsvík, Nýfundnaland, Nova Scotia, Ontarió, Prince Edward eyju, Quebec[5]
  • Norðaustur-Bandaríkin – Connecticut, Maine, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, New York, Pennsylvania, Vermont
  • Norður til mið-Bandaríkin – Illinois [n. (Ogle Co.)], Michigan, Minnesota, Wisconsin. skráð sem í hættu af Illinoisríki[6]
  • Suðaustur-Bandaríkin – Appalasíafjöll, Georgía, Maryland, Norður Karólína, Tennessee, Virginía, Vestur-Virginía

Ræktun

breyta

Erlendis

breyta

Knappareynir er ræktaður sem skrauttré í einka- og almenningsgörðum. Hann kýs raka og frjóan jarðveg, jafnvel við mýrajaðar, en nýtur sín í grýttum fjallshlíðum. Afbrigði af honum (Sorbus americana 'Dwarfcrown') er nokkuð notað í görðum og sem götutré.[8]

Á Íslandi

breyta

Hefur reynst harðgerður og þrifist mjög vel[3]. Aðallega til í grasagörðum.

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. McAllister, H.A. (2005). The genus Sorbus: Mountain Ash and other Rowans. Kew Publishing.
  2. http://www.itis.gov/servlet/SingleRpt/SingleRpt?search_topic=TSN&search_value=25319&print_version=PRT&source=to_print ITIS Report Sorbus americana
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2020. Sótt 6. apríl 2016.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.