Mjallarreynir
Mjallarreynir (Sorbus prattii) er lítil runni af rósaætt frá Kína.
Mjallarreynir | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Sorbus prattii Koehne | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Sorbus unguiculata Koehne |
Lýsing
breytaLauffellandi runni, allt að 2-4 m hár. Árssprotar dökkgráir til mógráir, sívalir. Brum egglaga, ydd, dökk rauðbrún.[1]
Blöðin eru fjaðurlaga, 6 til 14 sm löng. Smáblöðin 21 til 27 talsins, 2 - 3 sm löng, dökkgræn að ofan, blágræn að neðan, aflöng. Miðstrengur rauðleitur.
Blómin í gisnum hálfsveip, 5 - 9 sm að þvermáli, hvítleit.
Berin perluhvít, hnöttótt, 6 - 9 mm að þvermáli.[2]
Uppruni
breytaVestur Kína[1] í barr eða blandskógum í fjallahéruðum; 2000--4500 m.y.sjávarmáli.
Reynsla
breytaMeðalharðgerður til harðgerður[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 http://lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&pId=1397[óvirkur tengill]
- ↑ Andreas Roloff; Andreas Bärtels (1996). Gehölze, band 1, Gartenflora. Eugen ULMER GmbH & Co. bls. 529. ISBN 3-8001-3479-9.