Fjallareynir
Fjallareynir (fræðiheiti Sorbus commixta) er tegund trjáa í rósaætt, upprunnin frá Japan, Sakhalin og Kóreu.[2][3][4]
' | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjallareynir við Kashimayari fjall
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Sorbus commixta Hedl. | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
Sorbus commixta var. sachalinensis Koidz. |
Orðsifjar
breytaSeinni hluti fræðiheitisins; commixta þýðir blandað eða flækt saman.[5]
Japanska heitið, 七竈 (nanakamado ナナカマド), þýðir bókstaflega "sjö (sinnum í) arininn" og vísar til eiginleika hans sem eldiviðar, þar sem hann brennur ekki alveg upp í arineldi jafnvel eftir endurtekna notkun.[6]
Lýsing
breytaFjallareynir er smátt til meðalstórt tré sem verður 7 - 10 m hátt, sjaldan 18 m, með ávalri krónu. Börkur er brúnleitur á ungum greinum og verður silfurgrár með aldrinum. Blöðin eru fjöðruð, 20 - 30 sm löng. Blöðin samanstanda af 11-17 smáblöðum, hvert 4 - 7sm langt og 1 - 2,5 sm breitt, sagtennt; Þau verða rauð til purpuralit að haust. Blómin eru 6–10 mm að þvermáli; þau eru í hálfsveip sem er 9 - 15 sm að þvermáli. Berin að hausti eru skær rauðgul til rauð, 7 - 8 mm að þvermáli.[3][4][7]
Plöntur frá Hokkaidō, Kúrileyjum og Sakalínfylki eru stundum taldar sér undirtegund: Sorbus commixta var. sachalinensis, með stærri smáblöðum; að 9 sm löng.[4]
Ræktun
breytaHann er lítið þekktur á Íslandi en hefur reynst vel í Grasagörðunum.[8] Tré í Danmörku eru jafnan ágrædd á Sorbus aucuparia.[9]
Tilvísanir
breyta- ↑ McAllister, H.A. 2005. The genus Sorbus: Mountain Ash and other Rowans . Kew Publishing.
- ↑ Germplasm Resources Information Network: Sorbus commixta Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine.
- ↑ 3,0 3,1 Okayama University of Science: Sorbus commixta Geymt 22 júní 2013 í Wayback Machine (in Japanese; google translation)
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
- ↑ Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
- ↑ Kodansha Encyclopedia of Japan. Kodansha. 1983. bls. 327. ISBN 978-0-87011-625-4. „The wood is hard and the tree's name derives from the saying that even after putting it into a stove (kamado) seven (nana) times, it remains unburned.“
- ↑ Kanagawa Plants: Sorbus commixta (in Japanese; google translation)
- ↑ Auður I. Ottesen (2006). Lauftré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. bls. 98. ISBN 9979-70-025-4.
- ↑ https://da.wikipedia.org/wiki/Japansk_R%C3%B8n