Goðareynir

Goðareynir (Sorbus latifolia) er tegund reyniviðar sem vex í Evrópu og verður rúmlega 15 metrar að hæð. Hann er með breiða krónu og gljáandi greinar. [1]

Goðareynir
Sorbus latifolia
Sorbus latifolia
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Torminaria
Tegund:
S. latifolia

Tvínefni
Sorbus latifolia
(Lam.) Pers.
Samheiti

Sorbus guadarramica Pau
Sorbus aria subsp. latifolia (Lam.) Rouy & E. G. Camus
Pyrus latifolia (Lam.) Syme
Pyrus latifolia (Lam.) Peterm.
Pyrus latifolia (Lam.) Lindl. ex Steud.
Pyrus intermedia var. latifolia (Lam.) DC.
Pyrus aria f. latifolia (Lam.) Hook.
Crataegus latifolia Lam.
Aria latifolia (Lam.) M. J. Roem.

LýsingBreyta

Goðareynir er meðalstórt sumargrænt tré sem verður á milli 10 og 20 m. hátt, með bol sem verður allt að 60sm í þvermál. Blöðin eru 5 - 10 löng og breið (sjaldan að 20 sm löng og 12 sm breið), en vanalega eru þau jafn breið og þau eru löng. (Latifolia er latína fyrir 'breið-blaða'.) Þau eru græn að ofan, grálóhærð að neðan, með sex til tíu þríhyrndar tennur á hvorum jaðri. Hvít blómin eru 1 - 1,5 sm í þvermál, í um átta sm. (þvermál) hálfsveip. Ávöxturinn kringlóttur, dauflega brúnrauður, 10 - 12mm í þvermál, með stórum fölum loftaugum, þroskast seint að hausti.[2][3][4]

FlokkunBreyta

Goðareynir er af blendingsuppruna, milli Sorbus torminalis og einhvberri tegund af Aria undirætthvíslinni (Sorbus aria og fleiri), en fjölgar sér með geldæxlun og eru afkvæmin eins og móðurtréð.[2] Hann er fjórlitna.

Hann var áður talinn vera afbrigði af Silfurreyni (Sorbus intermedia), og var meðhöndlaður sem slíkur af nokkrum höfundum, svo sem A. P. de Candolle og J. C. Loudon, á nítjándu öld. Á sama tíma, merkti ræktandinn, George Loddiges, sem Loudon hafði í miklum metum, trén í trjásafni sínu í Abney Park Cemetery í 1840, sem Sorbus latifolia, sem er nú viðurkennt nafn tegundarinnar. Endurspegla samnöfnin töluverðan mun á skoðunum síðustu tvær aldirnar um upphaf tegundarinnar og staðsetningu, svo sem; Crataegus latifolia Lam.; Pyrus latifolia (Lam.) Lindl.; P. intermedia var. latifolia (Lam.) D.C., og P. edulis Willd.

ÚtbreiðslaBreyta

Goðareynir er upprunalega aðeins í Fontainebleau, suður af Paris í Frakklandi, þaðan sem hann hefur verið þakktur síðan á átjándu öld. Þar sem hann er frjósamur og fjölgar sér með geldæxlun, hefur honum tekist að breiðast út langt frá uppruna sínum í hinum vernduðu Fontainebleau skógum, svo sem í Abney Park CemeteryStoke Newington, London).

Ræktun og nytjarBreyta

Goðareynirinn frá Fontainebleau hefur verið plantað í garða til skrauts, eða í trjásöfn, eða einka og almenningsgörðum um Evrópu og Norður Ameríku, síðan hann var kynntur til evrópskrar garðræktar um 1750. Þó það sé sjaldgæft, er það nytjað á nokkra vegu. Æt berin voru seld á götumörkuðum í Fontainebleau til um 1950, og einsleitur og endingargóður viðurinn hefur reynst nytsamur til nokkurra hluta.

Hinir fornu skógar sem hann vex eru undir vernd frönsku Office National des Forêts.

MyndirBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Sorbus latifoliaLystigarður Akureyrar. Skoðað 12. apríl, 2016.
  2. 2,0 2,1 >Rushforth, K. (1999). ''Trees of Britain and Europe''. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  3. Mitchell, A. F. (1974). ''A Field Guide to the Trees of Britain and Northern Europe''. Collins ISBN 0-00-212035-6
  4. Mitchell, A. F. (1982). ''The Trees of Britain and Northern Europe''. Collins ISBN 0-00-219037-0
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist