Kögurreynir

(Endurbeint frá Sorbus discolor)

Kögurreynir (sorbus discolor), einnig nefndur hvítreynir, er lauffellandi tré frá fjöllum í N-Kína.

Kögurreynir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Albocarmesinae
Geiri: Discolores
Tegund:
S. discolor

Tvínefni
Sorbus discolor
(Maxim.) Maxim.
Samheiti

Sorbus pekinensis Koehne
Sorbus discolor Maxim.
Pyrus pekinensis (Koehne) Cardot
Pyrus discolor Maxim.

Lýsing

breyta

Kögurreynir verður tré eða stórvaxinn runni, allt að 10 m. hár. Blöðin eru fjöðruð, um 20 sm löng með (4-)6-8(-11) blaðpörum. Blómin eru græn-rjómahvít í pýramídalaga skúf 5 til 8 x 5 til 10 sm. Berið hvítleitt og með meira eða minna skarlatsrauðri slikju, allt að 8,25 x 8,5 mm en oft minni. Breytileg tegund.[1]

Litningatala: 2n=34

Útbreiðsla

breyta

Kögurreynir vex í björtum blönduðum skógum í 1500 til 2500m.h. yfir sjávarmáli í fjallendi í héruðunum Innri Mongólía, Anhui, Gansu, Hebei, Henan, Shaanxi, Shanxi og Shandong.[2]


Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2020. Sótt 15. apríl 2016.
  2. 昆明植物研究所. 北京花楸. 《中国高等植物数据库全库》. 中国科学院微生物研究所. [2009-02-25]
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.