Perureynir

(Endurbeint frá Sorbus domestica)

Perureynir, (Sorbus domestica) er tré af rósaætt.

Perureynir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Cormus
Tegund:
S. domestica

Tvínefni
Sorbus domestica
L.
Samheiti

Cormus domestica Spach.
Pyrus domestica Smith.

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Perureynir vex villtur á hæðum og fjöllum upp í 700 m.h.y. sjávarmáli í norður Afríku (Algeríu), Evrópu (Spáni, suður Frakkland, suður Þýskaland, Austurríki, Ítalíu, Ungverjalandi, Úkraínu og Balkansvæðinu), ásamt vestur Asíu (Kýpur, Tyrkland og Kákasus).[1] Utan þess svæðis er hann ræktaður (til dæmis til suður Svíþjóð) eða hefur villst úr ræktun. Perureynir kýs kalkríkan jarðveg og vex oft með Loðeik (Quercus pubescens). Tréð er hægvaxta, en aftur á móti getur það orðið að 600 ára gamalt.[heimild vantar]

Lýsing

breyta

Perureynir verður allt að 20m hár og 4m í ummál. Börkurinn er fyrst grágrænn, sléttur, síðar brúnn með miklu af smáum sprungum/ flögum.

 
Börkur

Brumin eru slétt, rúnnuð og græn. Sem skilur á milli hans og Ilmreynis (S. aucuparia), sem hefur hærð, ydd og dökk fjólublá brum. Blöðin hanga niður og eru samsett - fjöðruð, með 5 til 10 pör af smáblöðum. Blöðin likjast reyniblöðum, en eru stærri og eru tennt tvo þriðju kantsins. Blöðin eru slétt og mattgræn, en verða hærð um blómgunartímann í maí - júní. Blómin eru hvít og rík af blómasafa. Berin eru um 3 sm löng og epal eða peru laga. Þau eru græn á skuggahliðinni og rauð sólarmegin, en verða brúnari og mjúkari við þroska.

Nytjar

breyta

Berin eru æt og eru nýtt til dæmis til víngerðar. Viðurinn er hvítur, harður og sterkur.

 
Ber af perureyni

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.ars-grin.gov/cgi-bin/npgs/html/taxon.pl?104441|dags=2005-02-09|title=Taxon: Sorbus domestica L.|verk=Germplasm Resources Information Network - (GRIN) Online Database|höfundur=USDA, ARS, National Genetic Resources Program|sótt=2010-08-15
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.