Dina Boluarte
Dina Ercilia Boluarte Zegarra (f. 31. maí 1962) er perúskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Perú frá 7. desember 2022. Hún var áður varaforseti landsins frá árinu 2021 til 2022 og hefur verið embættismaður hjá þjóðskrá Perú frá árinu 2007. Hún er fyrsti kvenforseti Perú.
Dina Boluarte | |
---|---|
Forseti Perú | |
Núverandi | |
Tók við embætti 7. desember 2022 | |
Forsætisráðherra | Pedro Angulo Arana Alberto Otárola |
Forveri | Pedro Castillo |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 31. maí 1962 Chalhuanca, Perú |
Þjóðerni | Perúsk |
Stjórnmálaflokkur | Frjálst Perú (til 2022) Óflokksbundin (frá 2022) |
Háskóli | Háskólinn í San Martín de Porres |
Undirskrift |
Uppvöxtur og menntun
breytaBoluarte er fædd þann 31. maí 1962 í Chalhuanca í Apurímac-héraði. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í San Martín de Porres og stundaði framhaldsnám við háskólann.[1][2]
Stjórnmálaferill
breytaBoluarte er forseti Apurímac-klúbbsins í Líma.[3] Hún hefur unnið sem lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá perúsku þjóðskránni (sp. Registro Nacional de Identificación y Estado Civil, RENIEC) frá árinu 2007.[4]
Hún bauð sig fram án árangurs í borgarstjórakosningum Surquillo-umdæmisins í Líma árið 2018 fyrir stjórnmálaflokkinn Frjálst Perú.[5][3] Hún gaf einnig kost á sér í þingkosningum Perú árið 2020 fyrir Frjálst Perú en náði ekki kjöri.[5][3]
Varaforseti (2021–2022)
breytaBoluarte var frambjóðandi til embættis varaforseta Perú í forsetaframboði Pedro Castillo árið 2021.[6] Boluarte og Castillo unnu seinni umferð kosninganna og tóku við embætti í júlí sama ár 2021.[7][8]
Þann 29. júlí 2021 var Boluarte einnig útnefnd ráðherra í þróunarmálum og félagslegri aðlögun.[9]
Í janúar 2022 staðhæfði Boluarte í viðtali við La República að hún hefði aldrei trúað á hugmyndafræði Frjáls Perú. Boluarte kvaðst alltaf hafa verið vinstrisinnuð, en væri það á lýðræðislegum grunni en ekki alræðislegum.[10] Aðalritari flokksins, Vladimir Cerrón, rak hana í kjölfarið úr flokknum og skrifaði í færslu á Twitter: „Alltaf trygg, aldrei svikarar.“ Cerrón sagði jafnframt að yfirlýsing Boluarte stofnaði samheldni flokksins í hættu.[11]
Þann 5. desember 2022 samþykkti þingnefnd um stjórnarskrárásakanir kvörtun um Boluarte vegna þess að hún hefði rekið einkaklúbb á meðan hún vann sem þróunarmálaráðherra.[12]
Forseti (2022–)
breytaÍ desember 2022 reyndi Pedro Castillo að leysa upp perúska þingið á meðan vantrauststillaga gegn honum var til umfjöllunar. Boluarte fordæmdi tilraun Castillo og kallaði útspil hans „valdarán sem gerir bara illt verra í þeirri stjórnarkreppu sem er við lýði“. Þingið leysti Castillo í kjölfarið úr embætti og Boluarte sór embættiseið sem nýr forseti. Hún er fyrsti kvenforseti í sögu landsins.[13]
Eftir að Castillo var vikið úr embætti brutust út mótmæli í hlutum landsins sem leiddu til tveggja dauðsfalla. Í kjölfarið tilkynnti Boluarte að hún hefði náð samkomulagi um að láta flýkka þingkosningum um tvö ár og að þær yrðu haldnar árið 2024.[14] Mótmælin hafa engu að síður haldið áfram og stuðningsmenn Castillos hafa krafist þess að Boluarte segi af sér. Þann 16. janúar 2023 höfðu 43 mótmælendur fallið í valinn í átökum við yfirvöld.[15]
Tilvísanir
breyta- ↑ „¿Quiénes conforman la plancha presidencial de Pedro Castillo para las Elecciones 2021?“. El Popular (spænska). 12. apríl 2021. Sótt 6. maí 2021.
- ↑ Ellis, R. Evan (28. ágúst 2022). The Evolution of Peru’s Multidimensional Challenges (enska). IndraStra Papers. ISBN 978-1-959278-00-9.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 „Abogada Dina Boluarte Zegarra precandidata a primera vicepresidencia por el partido Perú Libre“. radiotitanka.pe (spænska). 27. október 2020. Sótt 6. maí 2021.
- ↑ „Quién es Dina Boluarte, la vicepresidenta del gobierno de Pedro Castillo“. El Popular (spænska). 29. júlí 2021. Sótt 29. september 2021.
- ↑ 5,0 5,1 „Dina Boluarte: biografía de la candidata a la vicepresidencia por Perú Libre“ (Video). Panamericana Televisión (spænska). 11. apríl 2021. Sótt 6. maí 2021.
- ↑ Flores, José (11. apríl 2021). „Elecciones 2021 | Dina Boluarte: "Vamos a cambiar la estructura económica del país" | Perú Libre“. RPP (spænska). Sótt 23. júní 2021.
- ↑ Reuters (16. júní 2021). „Peru election: socialist Pedro Castillo claims victory ahead of official result“. The Guardian. Sótt 16. júní 2021.
- ↑ „Peru Nervously Awaits Outcome Nine Days After Presidential Vote“. A. F. P. News. 16. júní 2021. Sótt 16. júní 2021.
- ↑ „Dina Boluarte jura como ministra de Desarrollo e Inclusión Social“. andina.pe (spænska). Lima. 29. júlí 2021. Sótt 16. ágúst 2021.
- ↑ Sunna Ósk Logadóttir (12. desember 2022). „Stríðskonan sem varð forseti fyrir slysni“. Kjarninn. Sótt 12. desember 2022.
- ↑ „Perú Libre expulsa a Dina Boluarte por declarar que nunca abrazó el ideario de ese partido“. infobae (evrópsk spænska). 23. janúar 2022. Sótt 24. janúar 2022.
- ↑ GESTIÓN, NOTICIAS (5. desember 2022). „Dina Boluarte: Subcomisión de Acusaciones archiva denuncia constitucional contra vicepresidenta RMMN | PERU“. Gestión (spænska). Sótt 7. desember 2022.
- ↑ Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir (7. desember 2022). „Forseta Perú steypt af stóli“. RÚV. Sótt 8. desember 2022.
- ↑ „Flýtir kosningum vegna mótmæla“. mbl.is. 12. desember 2022. Sótt 12. desember 2022.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (16. janúar 2023). „Fjölmenn mótmæli fyrirhuguð í Líma“. RÚV. Sótt 21. janúar 2023.
Fyrirrennari: Pedro Castillo |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |