1694
ár
(Endurbeint frá MDCXCIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1694 (MDCXCIV í rómverskum tölum) var 94. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 6. febrúar - Palmares-byggðinni í Brasilíu var eytt af portúgölsku stórskotaliði.
- 27. júlí - Englandsbanki var stofnaður til að afla lánsfjár fyrir stríðsreksturinn gegn Frökkum.
- 5. september - Meira en helmingur af borginni Warwick á Englandi eyddist í eldi.
Ódagsettir atburðir
breyta- Sumarið - Franskt herskip rændi tvær enskar duggur í höfninni á Vatneyri (Patreksfirði).
Fædd
breyta- 4. júní - François Quesnay, franskur hagfræðingur (d. 1774).
- 8. ágúst - Francis Hutcheson, skosk-írskur heimspekingur (d. 1746).
- 21. nóvember - François-Marie Arouet, betur þekktur sem franski heimspekingurinn Voltaire, (d. 1778).
Dáin
breyta- 25. apríl - Magnús Jónsson, lögmaður (f. 1642).
- 10. júní - Kristín Gísladóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Þorláks Skúlasonar (f. 1610).
- 8. ágúst - Antoine Arnauld, franskur guðfræðingur, heimspekingur og stærðfræðingur (f. 1612).
- 28. nóvember - Matsuo Bashō, japanskt skáld (f. 1644).
- 29. nóvember - Marcello Malpighi, ítalskur læknir (f. 1628).
- 2. desember - Pierre Paul Puget, franskur listamaður (f. 1622).
- 28. desember - María 2. Englandsdrottning lést úr bólusótt (f. 1662).