1672
ár
(Endurbeint frá MDCLXXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1672 (MDCLXXII í rómverskum tölum) var 72. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 25. febrúar - Þórður Þorláksson var vígður Skálholtsbiskup.
- 29. apríl - Loðvík 14. réðist inn í Holland.
- 28. júní - Vilhjálmur 3. af Óraníu var gerður að landstjóra í Hollandi, Sjálandi og Utrecht.
- 20. ágúst - Hollenski stjórnmálamaðurinn Johan de Witt var myrtur ásamt bróður sínum af æstum múg í Haag.
Ódagsettir atburðir
breyta- Ole Rømer notaði tímamælingu á tunglmyrkvum Júpíterstungla borið saman við fjarlægð þeirra frá jörðu til þess að meta hraða ljóssins í fyrsta skipti. Hraðinn sem hann fékk út var 225.000 km/s (rétt gildi er 299.792 km/s)
Fædd
breyta- 9. júní - Pétur mikli Rússakeisari (d. 1725).
- 11. október - Pylyp Orlyk, úkraínskur höfuðsmaður (d. 1742).
Dáin
breyta- 22. apríl - Georg Stiernhielm, sænskt skáld (f. 1598).
- 5. maí - Samuel Cooper, enskur listmálari (f. 1609).
- 3. júlí - Francis Willughby, enskur dýrafræðingur (f. 1635).
- 20. ágúst - Johan de Witt, hollenskur stjórnmálamaður (f. 1625).
- 20. ágúst - Cornelis de Witt, hollenskur stjórnmálamaður (f. 1623).
- 6. nóvember - Heinrich Schütz, þýskt tónskáld (f. 1585).
- 19. nóvember - John Wilkins, enskur dulmálsfræðingur (f. 1614).
- 6. desember - Jóhann 2. Kasimír Póllandskonungur (f. 1609).
- Jón Jónsson hengdur á Höfðaströnd í Skagafirði, fyrir þjófnað.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.