Listi yfir helstu atburði í sjálfstæðissögu Íslands
Helstu atburðir í sjálfstæðissögu Íslands
- 870 - Ingólfur Arnarson nam land í Reykjavík og varð fyrsti landneminn sem settist þar að.
- 920-930 - Undirbúningur fyrir stofnun Alþingis var á þessum árum, það var síðan fullstofnað árið 930
- 1262-64 - Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála (Gissurarsáttmála).
- 1271 - Sturla Þórðarson lauk við lagabók sem kallast Járnsíða. Hún var afhent Íslendingum en var í fyrstu mótmælt vegna strangra lagaákvæða en var samt samþykkt á næstu árum fyrir tilstilli kirkjuveldisins þar.
- 1280-1281 - Jónsbók skrifuð af lögfræðingnum Jóni Einarssyni og kynnt landsmönnum. Bókin var samþykkt fyrir utan ströngustu ákvæðin, þeim var sleppt. Völd Alþingis minnkuðu.
- 1397 - Kalmarsambandið hófst, konungssamband Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.
- 1523 - Svíar rufu sambandið með því að segja sig úr því. Danir tóku við völdum á Íslandi.
- 1602 - Einokunarverslunin lögleidd, verslun á Íslandi eingöngu leyfileg aðilum sem höfðu verslunarleyfi.
- 28. júlí 1662 - Hinrik Bjelke kom til landsins til að neyða Íslendinga til að samþykkja erfðaeinveldislögin. Fundurinn er þekktur sem „Kópavogsfundurinn“. Eftir það gat konungur sett lög sem giltu á Íslandi án samþykkis Íslendinga.
- 1. janúar 1788 - Uppboðum á verslunarsvæðum á Íslandi hætt, verslun nú frjáls öllum Dönum.
- 1815 - Vínarfundurinn haldinn, ákveðið að fólk sem talaði sama tungumál, hafði sama menningararf og sögu ættu rétt á því að mynda eitt ríki.
- 1816 - Hið íslenska bókmenntafélag stofnað af Bjarna Thorarensen, Bjarna Thorsteinssyni, Árna Helgasyni og Rasmus Kristjáni Rask. Félagið átti að viðhalda íslensku máli með því að gefa út mörg íslensk verk.
- 8. mars 1843 - Konungur gaf út tilskipun um að íslenska ráðgjafaþingið ætti að hafa aðsetur í Reykjavík. Það var síðan staðsett í Lærða skólanum
- 1849 - Danskt stjórnlagaþing skipað af konungi og samdi nýja stjórnarskrá. Íslendingar áttu 5 fulltrúa.
- 4. júlí 1851 - Stjórnlagaþingið kom saman í Lærða skólanum og mættu íslenskir fulltrúar ásamt Trampe greifa og liði hans. Trampe greifi flutti tillögur sínar og sá að Íslendingar myndu fella þær, hann sleit þá fundinum og þá mótmælir Jón Sigurðsson fundarslitinu í nafni konungs og síðan segja allir: „Vér mótmælum allir“.
- 1855 - Íslandsverslun gefin alveg frjáls.
- 1871 - Danir settu stöðulögin, lög sem kváðu á um að Ísland væri óaðskiljanlegur hluti af Danmörku. Lögunum var hafnað af Alþingi.
- 5.-7. ágúst 1874 - Hátíðarhöld í tilefni „1000 ára afmælis íslenskrar byggðar“ og afhenti konungur Danmerkur Íslendingum nýja stjórnarskrá. Íslendingar höfðu ekki hugsað út í þetta fyrr en of seint og því var ákveðið að halda upp á það 1874 í staðinn fyrir 1870.
- 1874 - Erfðaeinveldinu lauk í Danmörku, Stiftamtmenn, amtmenn og landfógeti sáu um stjórn mála á Íslandi. Öll stjórn Íslands hafði aðsetur í Kaupmannahöfn.
- 1. febrúar 1904 - Hannes Hafstein skipaður í embætti Íslandsráðherra. Hann varð því fyrsti ráðherrann í danska þinginu sem hafði búsetu á Íslandi.
- 1. desember 1918 - Konungur samþykkti lög um fullveldi Íslands. Samkvæmt lögunum gátu Íslendingar tekið þá ákvörðun að slíta ríkjasambandinu og stofna sjálfstætt ríki eftir 25 ár, án þess að þurfa samþykki konungs.
- 15. maí 1941 - Alþingi stofnaði embætti ríkisstjóra vegna sambandsleysis við Danmörku á styrjaldarárunum. Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins, var skipaður í embættið.
- 25. febrúar 1944 - Alþingi felldi niður sambandslögin og ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandsslit við Danmörku.
- 20.-23. maí 1944 - Þjóðaratkvæðagreiðsla haldin og var kjörsóknin næstum því 100%.
- 16. júní 1944 - Alþingi hélt fund í Reykjavík og voru þar felld niður sambandslögin og ný stjórnarskrá gekk í gildi.
- 17. júní 1944 - Þingfundur haldinn á Þingvöllum og var Sveinn Björnsson kosinn af Alþingi sem fyrsti forseti lýðveldisins Íslands.