Listi yfir forseta Finnlands

Þetta er listi yfir forseta Finnlands. Þeir sem gegnt hafa því embætti eru[1][2]:

Listi yfir forseta

breyta
  Óháður
№.



Mynd



Forseti
(fæðingarár –
dánarár)


Kjörin/n



Tók við embætti



Lét af embætti



Stjórnmálaflokkur
(fyrir kjör)


Fæðingardagur,
staður
Dánardagur,
staður
1.   Kaarlo Juho Ståhlberg
(1865–1952)
1919 26. júlí 1919 2. mars 1925 Framsóknarflokkurinn * 28. janúar 1865,
Suomussalmi
22. september 1952,
Helsinki
Þingmaður (1908–1910, 1914–1918 og 1930–1933). Forseti finnska þingsins (1914–1917). Forseti æðsta stjórnsýsludómstóls Finnlands (1918–1919). Kjörinn forseti af finnska þinginu 1919.
2.   Lauri Kristian Relander
(1883–1942)
1925 2. mars 1925 2. mars 1931 Bændabandalagið * 31. maí 1883,
Kurkijoki
9. febrúar 1942,
Helsinki
Þingmaður (1910–1914 og 1917–1920). Forseti finnska þingsins (1919–1920). Sveitarstjóri Viipuri-héraðs (1920–1925). Kjörinn forseti af kjörmannaráði 1925.
3.   Pehr Evind Svinhufvud
(1861–1944)
1931 2. mars 1931 1. mars 1937 Samstöðuflokkurinn * 15. desember 1861,
Sääksmäki
29. febrúar 1944,
Luumäki
Meðlimur í efri málstofu finnska landsþingsins (1894 og 1899–1906). Þingmaður (1907–1917 og 1930–1931). Forseti finnska þingsins (1907–1913). Ríkisstjóri (bráðabirgðaþjóðhöfðingi) Finnlands (1918). Forsætisráðherra (1917–1918 og 1930–1931). Kjörinn forseti af kjörmannaráði 1931.
4.   Kyösti Kallio
(1873–1940)
1937 1. mars 1937 19. desember 1940
(lést)
Bændabandalagið * 10. apríl 1873,
Ylivieska
19. desember 1940,
Helsinki
Þingmaður (1907–1937). Formaður Bændabandalagsins (1909–1917). Landbúnaðarráðherra (1919–1920 og 1921–1922). Forseti finnska þingsins (1920–1921, 1922, 1924–1925, 1927–1928, 1929 og 1930–1936). Forsætisráðherra (1922–1924, 1925–1926, 1929–1930 og 1936–1937). Kjörinn forseti af kjörmannaráði 1937. Tilkynnti afsögn sína 1940 af heilsufarsástæðum en lést í embætti.
5.   Risto Ryti
(1889–1956)
1940
1943
19. desember 1940 4. ágúst 1944
(sagði af sér)
Framsóknarflokkurinn * 3. febrúar 1889,
Huittinen
25. október 1956,
Helsinki
Þingmaður (1919–1924 og 1927–1929). Fjármálaráðherra (1921–1922 og 1922–1924). Seðlabankastjóri (1923–1940 og 1944–1945). Forsætisráðherra (1939–1940). Kjörinn forseti af kjörmannaráði frá 1937 árið 1940 og endurkjörinn 1943, einnig af kjörmannaráðinu frá 1937. Sagði af sér árið 1944 vegna Ryti-Ribbentrop-samkomulagsins.
6.   Carl Gustaf Mannerheim
(1867–1951)
1944 4. ágúst 1944 11. mars 1946
(sagði af sér)
Óháður * 4. júní 1867,
Askainen
27. janúar 1951,
Lausanne, Sviss
Ríkisstjóri (bráðabirgðaþjóðhöfðingi) Finnlands (1918–1919). Leiðtogi finnska hersins (1939–1945). Eini hermarskálkur í sögu Finnlands. Skipaður forseti árið 1944 með undantekningarlöggjöf. Sagði af sér 1946 af heilsufarsástæðum. Eini óflokksbundni forseti Finnlands og eini forsetinn sem lést utan Finnlands.
7.   Juho Kusti Paasikivi
(1870–1956)
1946
1950
11. mars 1946 1. mars 1956 Samstöðuflokkurinn * 27. nóvember 1870,
Koski Hl.
14. desember 1956,
Helsinki
Þingmaður (1907–1909 og 1910–1914). Forsætisráðherra (1918 og 1944–1946). Kjörinn forseti af þinginu árið 1946 og endurkjörinn af kjörmannaráði árið 1950.
8.   Urho Kekkonen
(1900–1986)
1956
1962
1968
1978
1. mars 1956 27. janúar 1982
(sagði af sér)
Bændabandalagið * 3. september 1900,
Pielavesi
31. ágúst 1986,
Helsinki
Þingmaður (1936–1956). Dómsmálaráðherra (1936–1937 og 1944–1946). Innanríkisráðherra (1937–1939 og 1950–1951). Forseti finnska þingsins (1948–1950). Forsætisráðherra (1950–1953 og 1954–1956). Kjörinn forseti af kjörmannaráði 1956 og endurkjörinn 1962, 1968 og 1978. Árið 1973 var kjörtímabilið sem hóft árið 1968 framlengt um fjögur ár með undantekningarlögum. Sagði af sér 1982 af heilsufarsástæðum. Gegndi þjónustu í finnsku borgarastyrjöldinni.
9.   Mauno Koivisto
(1923–2017)
1982
1988
27. janúar 1982 1. mars 1994 Jafnaðarmannaflokkurinn * 25. nóvember 1923,
Turku
12. maí 2017,
Helsinki
Fjármálaráðherra (1966–1967 og 1972). Seðlabankastjóri (1968–1982). Forsætisráðherra (1968–1970 og 1979–1982). Kjörinn forseti af kjörmannaráði 1982 og endurkjörinn 1988. Fyrsti forsetinn sem fæddist eftir sjálfstæði Finnlands. Gegndi þjónustu í framhaldsstríðinu og seinni heimsstyrjöldinni.
10.   Martti Ahtisaari
(1937–2023)
1994 1. mars 1994 1. mars 2000 Jafnaðarmannaflokkurinn * 23. júní 1937,
Viipuri
16. október 2023,
Helsinki
Aðstoðar-aðalritari Sameinuðu þjóðanna (1987–1991). Kjörinn forseti 1994. Fyrsti forsetinn kjörinn í beinum kosningum. Hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008. Meðlimur í Öldungunum.
11.   Tarja Halonen
(f. 1943)
2000
2006
1. mars 2000 1. mars 2012 Jafnaðarmannaflokkurinn * 24. desember 1943,
Helsinki
Þingmaður (1979–2000). Dómsmálaráðherra (1990–1991). Utanríkisráðherra (1995–2000). Kjörin forseti 2000 og endurkjörin 2006. Fyrsti kvenforseti Finnlands.
12.   Sauli Niinistö
(f. 1948)
2012
2018
1. mars 2012 1. mars 2024 Samstöðuflokkurinn * 24. ágúst 1948,
Salo
Þingmaður (1987–2003 og 2007–2011). Formaður Samstöðuflokksins (1994–2001). Dómsmálaráðherra (1995–1996). Fjármálaráðherra (1996–2003). Forseti finnska þingsins (2007–2011). Kjörinn forseti 2012 og endurkjörinn 2018.
13.   Alexander Stubb
(f. 1968)
2024 1. mars 2024 Enn í embætti Samstöðuflokkurinn * 1. apríl 1968,
Helsinki
Evrópuþingmaður (2004–2008). Þingmaður (2011–2017). Utanríkisráðherra (2008–2011). Evrópumála- og verslunarráðherra (2011–2014). Forsætisráðherra (2014–2015). Formaður Samstöðuflokksins (2014–2016). Fjármálaráðherra (2015–2016). Kjörinn forseti 2024.
Alexander StubbSauli NiinistöTarja HalonenMartti AhtisaariMauno KoivistoUrho KekkonenJ. K. PaasikiviGustaf MannerheimRisto RytiKyösti KallioP. E. SvinhufvudLauri Kristian RelanderK. J. Ståhlberg

Tilvísanir

breyta
  1. „Former Presidents of the Republic of Finland“. Sótt 4. desember 2010.
  2. „Tarja Kaarina Halonen“. Sótt 4. desember 2010.

Tenglar

breyta