Þessi síða fjallar um staðgengil þjóðhöfðingja í einveldisríki. Orðið „ríkisstjóri“ getur einnig átt við um fylkisstjóra í Bandaríkjunum og sambærileg embætti í öðrum löndum.

Ríkisstjóri er einstaklingur sem er skipaður tímabundið í embætti þjóðhöfðingja á meðan einvaldur ríkisins er ófær um að sinna skyldum sínum, t.d. ef einvaldurinn er ólögráða, fjarverandi eða veikur.

Í konungsstjórnum er ríkisstjóri yfirleitt skipaður af ofangreindum ástæðum en stundum er ríkisstjóri einnig kjörinn til lengri tíma ef konungsættin hefur dáið út án erfingja. Þá tekur oft ríkisstjóri eða ráð ríkisstjóra við völdum á meðan leitað er að nýjum þjóðhöfðingja.

Liechtenstein er eina landið þar sem ríkisstjóri er í embætti í dag. Krúnuarfinn Alois hefur þar farið með völd þjóðhöfðingja sem ríkisstjóri í umboði föður síns, Hans-Adams 2. fursta, frá árinu 2004.

Nokkur fræg dæmi um stjórnir ríkisstjóra eru:

Tilvísanir Breyta

  1. Dufresne, Claude, Les Orléans, CRITERION, París, 1991.
  2. "No. 16451". The London Gazette. 5. febrúar 1811. bls. 233.
  3. Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?“ á Vísindavefnum