Eiði
- Eiði er einnig bær á Austurey í Færeyjum, sjá Eiði (Færeyjum)
Eiði,[1] landbrú[1] eða grandi[1] er mjó landræma, sem tengir tvo stærri landmassa.
Eiði henta vel til skipaskurðagerðar og liggja margir þekktir skipaskurðir einmitt í gegnum eiði, þar á meðal Panamaskurðurinn sem tengir Atlantshafið og Kyrrahafið gegnum Panamaeiðið og Súesskurðurinn sem tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið gegnum Súeseiðið.