Reggí

Tónlistarstefna

Reggí er tónlistarstefna sem varð til á Jamaíku seint á 7. áratug 20. aldar. Það er nátengt ska- og rocksteadytónlist enda komin út frá þeim stefnum. Reggí og Rastafari hreyfingin eru oft nefnd í sömu andrá, en Rastafari er trúarhreyfing frá Jamaíku sem hafði í mörgum tilfellum áhrif á reggí tónlistamenn á 8. og 9. áratugnum. Meðlimir hreyfingarinnar,margir en ekki allir , rastar, trúa því að kannabis gefi þeim skýrari og dýpri skilning á trú þeirra og þar sem tónlistarmenn innan stefnunnar eru oft þeirra trúar hefur marijúana löngun verið fylgifiskur hennar.

Undanfari

breyta

Reggí á rætur sínar að rekja til ska og rocksteady tónlistar en samt sem áður undir áhrifum Afrísku og Amerísku jazzi og eldri ryþmablús tónlist. Annar sterkur þáttur í þróunninni á stefnunni og sterkur áhrifavaldur var Rastafari hreyfingin.

Ska varð fyrst mjög vinsælt á Jamaíku seint á 6. áratugnum en það hafði þróast út frá mento. Áhrifin frá jazzi eru mun meira áberandi í ska-tónlist en í reggí, en gítarinn er aftur á móti mjög líkur á milli stefna. Þegar tónlistarmenn fóru að prófa að hægja á ska-tónlist varð til rocksteady. Sú stefna er náskyld reggí, enda getur verið mjög erfitt að greina þessar tvær stefnur að. Bassinn gegnir stærra hlutverki í rocksteady en í ska tónlist, og textarnir eru öðruvísi. Reggíið sjálft hefur aðeins hægari takt en rocksteady og gítarstíllinn er öðruvísi. .

Einkenni Reggítónlistar

breyta
 
Bob Marley á tónleikum í Zurich 30. maí 1980

Reggí tónlist einkennist af ákveðnum en óhefðbundnum takti sem er yfirleitt er í 4/4. Reggí trommarar leggja oft áherslu á þriðja taktinn með bassatrommu en til eru undantekningar á því. Þrátt fyrir að gítarspilið í reggí lögum sé oft einfalt og ekki mörg grip notuð er fjölbreytnin ótrúleg miðað við það og getur einfaldleiki reggítónlistar valdið dáleiðandi áhrifum við hlustun þess. Hljóðfærin sem notuð eru við spilun reggí tónlistar eru bassi, gítar og einhvers konar trommur eða slagverk, en einnig má oft heyra í blásturshljóðfærum, orgeli og jafnvel harmónikkum. Slagverkshljóðfæri og bassi eru að miklu leiti undirstaða reggís og skipta höfuðmáli. Textar í reggílögum geta verið mjög fjölbreyttir og eru þemu oft mismunandi eftir undirgerðum. Þó eru líka sameiginleg þemu milli stefna. Sambönd, ást, trú, friður, kynhneigð, óréttlæti og fátækt eru algeng málefni sem rata inn í texta reggí tónlistarmanna. Í sumum reggí lögum er fjallað um umdeild umræðuefni í samfélaginu og eiga listamenn það til að reyna að upplýsa hlustendur sína og vekja athygli á einhverjum af þessum umdeildu umræðuefnum. Algeng félagstengd efni sem eru áberandi í reggí lögunum eru til að mynda þjóðernisstefna svarts fólks, andstæða við nýlendustefnu, barátta gegn kynþáttahatri og barátta gegn kapítalisma.

Árið 1951 var fyrsta stúdíóið á Jamaíku opnað en þá var þar aðallega tekin upp svokölluð mento tónlist. Hljómsveitir í Kingston byrjuðu svo seinna meir að spila amerískan ryþmablús en þeir breyttu hraðanum svo útkoman varð ska. Það þróaðist svo og varð rólegra og endaði í rocksteady. Það var svo ekki fyrr en 1968, með áhrifum frá Afríkanisma og Rastafarium, ásamt þáverandi félags og pólitískum ólgum sem áttu sér stað í Jamaíku á þessum tíma, varð til þess að þetta einkennandi reggí sem við þekkjum enn þann dag í dag varð til. Bob Marley, annar af leiðtogum hljómsveitarinnar the Wailers, var maðurinn sem gerði reggí af þekktu fyrirbæri. Aðrir mikilvægir frumkvöðlar reggís voru til að mynda Prince Buster, Desmond Dekker, Black Uhuru og Ken Boothe

Hljóðfæranotkun

breyta

Hefðbundið trommusett eru iðulega notað í reggí, en slagverk af ýmsu tagi eru einnig áberandi. Trommuslátt er hægt að flokka í þrjár gerðir, og einkennist ein þeirra til að mynda af því að áhersla er lögð á þriðja taktinn. Í rokkaðra reggíi er áherslan lögð á fyrsta og þriðja takt en þriðja gerðin er mjög ólík þeim fyrr nefndu. Þar er bassatromman notuð í hverjum takti, og má til dæmis heyra þann takt í laginu Exodus með Bob Marley. Bassi er mjög mikilvægur í reggí og hann ásamt trommutaktinum gerir laglínuna einstaka. Hann er stöðugur og endurtekinn út lagið og yfirleitt mjög grípandi. Bassatónninn er mjög þykkur og þungur en samt sem áður mjög einfaldur í flestum tilfellum. Taktgítarinn í reggílögum spilar grip utan takts með mjög stuttu og beittu hljóði og hljómar að hluta til eins og slagverk. Stundum er einnig slegið tvisvar á einum takti, dæmi um það er til að mynda Stir it Up með The Wailers, sveit Bob Marleys. Leiðandi gítarinn setur síðan mikin stíl á lagið, og eru oft sóló spiluð með honum eða jafnvel sama laglína og bassinn spilar, sem gerir hann auðþekkjanlegri. Leiðandi gítarinn getur einnig verið notaður í stað bassa ef til þess kemur.

Undirgerðir

breyta

Fyrsta gerð hins eiginlega reggís varð til í kringum árið 1968. Þetta er tímabilið áður en Rastafari hreyfingin varð almenn. Það þróaðist út frá rocksteady með áhrifum frá fönki. Einkennin voru aðalleg hraðari taktur, háhatturinn á trommunum var mun meira notaður og orgelið hljómaði öðruvísi. Það varð mjög vinsælt í Bretlandi seint á 7. áratugnum og byrjun 8. áratugarins. Jamaískir listamenn áttu það til að spila endurgerðir af lögum frá plötufyrirtækjum eins og Motown, Stax og Atlantic Records sem gerðu þá þar af leiðandi vinsælari í Bretlandi.

Reggírætur er vinsælasta og þekktasta gerð reggís um heim allan. Undirgerðin náði vinsældum með listamönnum eins og Bob Marley og Peter Tosh. Hún tengist sterklega andlegu hliðinni af Rastafarihreyfingunni og er mikið tilbeðið til Jah í textum stefnunnar en hann er guð hreyfingarinnar. Þema textanna var oft tengt fátækt, mótþróa gegn kúgun stjórnvaldanna, félagslegum málefnum, stolti þess að vera svartur og löngun til þess að snúa aftur til Afríku.

Döbb er undirtegund reggís sem felur í sér mikla hljóðblöndun á uppteknu efni. Það einkennist af því að sérstaklega mikil áhersla er lögð á trommu og bassa. Maðurinn sem á heiðurinn af döbbi er Osbourne „King Tubby“ Ruddock en aðrir frumkvöðlar dub reggís eru Lee „Scratch“ Perry og Errol Thompson. Dub hefur haft mikil áhrif á elektróníska tónlist, popp, rokk og ýmsa aðrar tegundir.

Reggímenning á Íslandi

breyta

Ekki er mikil hefð fyrir reggí á íslandi enda skortir rætur og menningu Jamaíku sem gerðu stefnuna að því sem hún er í dag. Hjálmar eru forsprakkar íslenskrar reggí tónlistar en þeir hafa verið starfandi frá árinu 2004 og eru enn að. Hljómsveitin Ojba Rasta var kom á sjónarsviðið 2011 og Amaba dama 2012 og hafa báðar notið hylli íslenskra reggíaðdáenda. Einnig hefur félagsskapurinn RVK Soundsystem staðið fyrir mánaðarlegum reggíkvöldum á skemmtistöðunum Hemma og Valda og Faktorý þar sem reggítónlist er spiluð af plötum. Seinna kom fram yngri kynslóð sem tók við keflinu og kallar sig Eternal Roots Sound System. Þeir smíðuðu sitt eigið hljóðkerfi í anda jamaískra fyrirmynda og halda viðburði víðsvegar um Reykjavík.

Tónlist

breyta

MacLeod, Kevin - Tea Roots

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Reggae“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. mars 2012.
  • „Reggae“. Sótt 8. mars 2012.
  • „Reggae“. Sótt 11. mars 2012.
  • „Reggae Music“. Sótt 8. mars 2012.
  • „Reggae History“. Sótt 11. mars 2012.
  • „What are the characteristics of reggae?“. Sótt 11. mars 2012.