Skarðsheiði

Skarðsheiði er fjall eða fjalllendi í Hvalfjarðarsveit og Skorradal milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar. Þekktir tindar hennar eru hið snarbratta og píramídlaga Skessuhorn, Skarðshyrna og Heiðarhorn sem er hæsti tindurinn; 1054 metrar. Fræðimenn í jarðvísindum telja aldur Skarðsheiðar allt að 5 milljón ár. Ber lögun fjallsins glögglega merki að vera mótað af ísaldarjöklunum. [1]

Skarðsheiði séð sunnan frá Hvalfirði.
Skarðsheiði séð norðan frá.
Skessuhorn.
Skarðsheiði frá Daníelslundi.

TilvísanirBreyta

  1. Gönguferð á Skarðsheiði[óvirkur tengill] F.Í. Skoðað 25. janúar, 2016