Hvalfell

fjall í Hvalfirði á Vesturlandi

Hvalfell er móbergsstapi (852 m) með grágrýtiskolli, innst í Botnsdal í Hvalfirði.

Hvalfell fyrir botni Hvalfjarðar.
Hvalfell í ágúst 2020.

Hvalfell hlóðst upp í miklu eldgosi og upp úr jökulhvelinu á einhverju af síðustu jökulskeiðum ísaldar og lokaði um leið Botnsdal sem var áður mun lengri. Þegar jökullinn svo bráðnaði myndaðist stöðuvatn, Hvalvatn á bak við Hvalfell með afrennsli norðan fjallsins sem heitir Botnsá, og rennur hún til vesturs. Hvalvatn er um 160 m djúpt og var lengi dýpsta vatn landsins, eða allt þar til Öskjuvatn myndaðist eftir sprengigos í Dyngjufjöllum árið 1875. Kollur Hvalfells er mosagróinn og hlíðar þess eru mjög brattar og grafnar miklum giljum, en gott útsýni er af kollinum, sem ganga má á frá Stóra-Botni í Botnsdal og upp með gljúfri Botnsár og Glyms að austan eða upp með gljúfrinu að vestan með því að vaða yfir Botnsá fyrir ofan Glym.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.