Botnsá.

Botnsá er á í Hvalfjarðarsveit. Hún er affall úr Hvalvatni og myndar fossinn Glym rétt vestan Hvalfells. Hún kemur niður í Botnsdal og fellur í Botnsvog í Hvalfirði. Þar er skógi vaxið land.