Kynþáttahyggja
Kynþáttahyggja er sú hugmynd að mannkynið skiptist í nokkra kynþætti. Þeirri hugmynd fylgir oft alhæfing um einkenni tiltekinna kynþátta og sú hugmynd að munur eða meintur munur á kynþáttum endurspegli verðleika fólks og ráði getu þess. Kynþáttahyggja felur oft í sér þá hugmynd að einn kynþáttur sé öðrum fremri. Á fyrri hluta 20. aldar fylgdu kynþáttahyggju hugmyndir um kynbætur á mannfólki.

Teikning úr bókinni Indigenous races of the earth eftir Josiah C. Nott og George Giddon frá 1857 þar sem þeir héldu því fram að greind þeldökks fólks væri mitt á milli greindar hvíts fólks og apa.
Á 4. áratug 20. aldar lagði hreyfing nasista á Íslandi áherslu á kynþáttahyggju, rétt eins og hliðstæðar hreyfingar annars staðar.[1]
HeimildirBreyta
- ↑ Sjá t.d. greinina „Kynspilling“ í tímaritinu Íslensk endurreisn frá árinu 1933.