Meghna
Fljót í Bangladess
Meghna er fljót í Bangladess. Áin er ein af þremur sem mynda Gangesósa, stærstu árósa heims, við Bengalflóa. Upptök árinnar eru í Kishoreganj-umdæmi þar sem árnar Surma og Kushiyara koma saman. Helstu þverár Meghna eru Padma, Daleshwari, Gumti og Feni. Meghna rennur út í Bengalflóa í Bhola-umdæmi.