Barnadauði er vísitala, sem metur meðalfjölda þeirra barna í tilteknu ríki, sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Hinu langþráða takmarki að fá barnadauða undir 10 milljónir á ári hefur verið náð. Er þetta í fyrsta skipti sem barnadauði hefur mælst undir einni milljón frá því að byrjað var að halda utan um tölfræðina.[1]

15 af þeim 20 ríkjum heims þar sem barnadauði er mestur á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu eru að finna í Afríku. Helstu orsakirnar eru taldar sýkingar, fyrirburður og köfnun. Þá eru HIV-veiran og niðurgangssýki orsakavaldar í þessu samhengi.[2]

Barnadauði er mestur í Líberíu þar sem hann er um 66 dauðsföll á hver þúsund börn. Koma Fílabeinsströndin og Síerra Leóne næst.[2]

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

  1. http://www.un.is/index.php?option=com_content&task=view&id=156&Itemid=52
  2. 2,0 2,1 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1115720

Tenglar breyta

   Þessi dauðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.