Fáni Bangladess er grænn með rauðum hringfleti sem er ekki nákvæmlega miðsettur heldur eilítið nálægar stangarhliðinni. Rauða sólin táknar það blóð sem var úthelt til að ná sjálfstæði í Bangladess-stríðinu. Græni liturinn er hefðbundinn íslamskur litur.

Núverandi fáni frá 1972.
Fáninn sem notaður var árið 1971 meðan á stríði stóð.

Upprunalega var fáninn með gult kort yfir landið inni í rauðu skífunni en var fljótlega tekinn burt, að hluta til af praktískum ástæðum, þar sem það var einfaldara að gera hann án þess.

Hlutföll fánans eru 3:5. Hann tók formlega gildi 17. janúar 1972.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.