Matthías Bjarnason

Matthías Bjarnason (f. á Ísafirði 15. ágúst 1921, d. í Kópavogi 28. febrúar 2014[1]) var íslenskur stjórnmálamaður og fyrrum ráðherra.

Matthías Bjarnason (MB)
Fæðingardagur: 15. ágúst 1921(1921-08-15)
Fæðingarstaður: Ísafjörður
Þingsetutímabil
1963—1967 í Landskj. fyrir Sjálfst.
1967—1971 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1971—1974 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1974—1978 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1978—1979 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1979—1983 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1983—1987 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1987—1991 í Vestf. fyrir Sjálfst.
1991—1995 í Vestf. fyrir Sjálfst.
= stjórnarsinni
Embætti
1969—1974 stjórn Fiskimálasjóðs
1970—1971 stjórn Atvinnujöfnunarsjóð
1972—1974 stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins
1978—1983 stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins
1981—1983 stjórn Hollustuverndar ríkisins
1987—1995 stjórn Byggðastofnunar¹
1991 forseti neðri deildar
1974—1978 sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
1983—1985 heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra
1985—1987 samgöngu- og viðskiptaráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis
¹formaður frá 1994

Hann var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestfjarðakjördæmi árið 1963 og sat samfellt sem þingmaður flokksins til 1995. Hann var sjávarútvegsráðherra og heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974 til 1978 og heilbrigðis- og samgönguráðherra í fyrstu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og samgöngu- og viðskiptaráðherra í sömu stjórn til 1987.

Út hefur komið bókin Járnkarlinn, skrifuð af Örnólfi Árnasyni sem segir ævisögu Matthíasar.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. [1] Morgunblaðið. Sótt 28.2.2014