Virgill

(Endurbeint frá Vergilius)
Virgill er einnig íslenskt karlmannsnafn

Publius Vergilius Maro (15. október 70 f.Kr.19 f.Kr.), betur þekktur á íslensku sem Virgill, var rómverskt skáld, af mörgum talinn mest allra skálda á latínu.

Æviágrip

breyta

Virgill fæddist í þorpinu Andes, skammt frá Mantua í Gallíu Cisalpinu (þ.e. Gallíu sunnan Alpanna, í dag á norður Ítalíu). Virgill var ekki af rómverskum ættum

Eldri verk

breyta

Menntun Virgils hófst er hann var fimm ára gamall. Hann var seinna sendur til Rómar að læra mælskufræði, læknisfræði og stjörnufræði en hann gaf þau vísindi fljótt upp á bátinn og helgaði sig heimspekinni. Á þessum tíma, er Virgill var við nám í skóla epikúringsins Siros, hóf hann að yrkja kvæði. Nokkur stutt kvæði sem hafa verið eignuð hinum unga Virgli eru varðveitt en eru almennt ekki talin ósvikin. Eitt þeirra, Catalepton, er í fjórtán stuttum erindum og einhver þeirra gætu verið eftir Virgil. Annað kvæði sem ber titilinn Culex (Moskítóflugan), var þegar eignað Virgli á 1. öld. Þessi ljóð öll kallast einu nafni Appendix Vergiliana.

Árið 42 f.Kr., eftir að morðingjar Júlíusar Caesars, Brutus og Cassius, höfðu verið sigraðir var uppgjafahermönnum fengnar jarðir sem höfðu verið teknar eignarnámi og ættarsetur Virgils nærri Mantua var þar á meðal. Hins vegar er talið að Ágústus keisari hafi fengið Virgli jörðina aftur því í fyrsta erindi Hjarðkvæðisins, sem er samið um árið 42 f.Kr., segir að Tityrus, sem oftast er talinn standa fyrir Virgil sjálfan, hafi komist aftur yfir jörðina vegna íhlutunar Octavíanusar (sem síðar nefndist Ágústus).

Virgill komst í innsta hring auðmannsins Maecenasar, einkavinar Octavíanusar, sem reyndi að grafa undan samúð yfirstéttanna með Marcusi Antoníusi og fékk til þess öll helstu skáld samtímans. Eftir að Virgill hafði lokið við Hjarðkvæðiðvarði hann árunum 37-29 f.Kr. í að semja Búnaðarbálk sem var saminn til heiðurs Maecenasi. Úr því kvæði er komið orðatiltækið tempus fugit („tíminn flýgur”). Octavíanus, sem hafði sigrað Marcus Antoníus í orrustunni við Actíum árið 31 f.Kr. og hlaut tveimur árum síðar virðingartitilinn „Augustus“ frá öldungaráðinu, var þá þegar farinn að reyna að fá Virgil til þess að semja fyrir sig söguljóð til að dásama valdatíð sína.

Eneasarkviða

breyta

Virgill varð við beiðni Ágústusar með því að semja Eneasarkviðu sem tók hann tíu ár. Fyrstu sex bækurnar segja frá Trójukappanum Eneasi sem kemst undan er Trója fellur og heldur á leið til Ítalíu þar sem þau örlög biðu hans að stofna voldugt ríki. Á leið hans rekur stormur hann til Karþagó, þar sem drottningin Dídó, tekur á móti honum og áður en langt um líður verða þau ástfangin. En Júpíter sendir Merkúríus til þess að minna Eneas á örlög sín. Eneas yfirgefur Karþagó en Dídó fremur sjálfsmorð er hún fréttir að hann hafi yfirgefið hana og bölvar Eneasi. Við komuna til Cumae á Ítalíu ráðfærir Eneas sig við véfréttina í Cumae sem segir honum að hann verði að fara til undirheima. Eneas er endurfæddur sem stofnandi Rómaveldis.

Fyrstu sex bækurnar eru um margt líkar Ódysseifskviðu Hómers og eru innblásnar af henni. Síðari bækurnar sex samsvara hins vegar Ilíonskviðu Hómers. Eneas gengur að eiga Laviniu, dóttur Latinusar konungs, en Lavinia var þá þegar lofuð Túrnusi, konungi Rútúla, sem er reittur til reiði og segir Eneasi stríð á hendur. Eneasarkviðu lýkur með einvígi á milli Eneasar og Túrnusar, sem Eneas vegur þrátt fyrir að vera beðinn um að sýna miskunn.

Ævilok

breyta

Virgill ferðaðist með Ágústusi til Grikklands. Þar greið hann hitasótt, sem varð honum að aldurtila. Hann lést við höfnina í Brundisium og skildi eftir sig Eneasarkviðu ókláraða. Hann hafði beðið um að Ágústus léti brenna verkið en Ágústus varð ekki við beiðninni. Þess í stað skipaði hann Lucius Varius Rufus og Plotius Tucca ritstjóra verksins og fékk þá til að ganga frá því til útgáfu með eins litlum breytingum og mögulegt væri. Kvæðið ber þess merki á stöku stað þar sem ljóðlínur eru ókláraðar.

Eneasarkviða varð þegar í stað viðurkennd sem meistaraverk og var innan skamms talið mikilfenglegasta kvæði á latínu.

Virgill á seinni tímum

breyta

Jafnvel eftir hrun Rómaveldis viðurkenndu menn að Virgill væri eitt merkasta skáld á latínu jafnvel eftir að þeir hættu að lesa hann. Gregoríus frá Tours las Virgil og nokkur önnur rómversk skáld, enda þótt hann vari okkur við því „miðla lygasögum þeirra, svo að við verðum ekki eilífum dauða að bráð.“

Dante gerði Virgil að leiðsögumanni sínum í Helvíti og Hreinsunareldinum í Gleðileiknum guðdómlega.

Virgill er enn talinn meðal fremstu skálda á latínu og Eneasarkviða er fastur liður nær alls staðar þar sem klassísk fræði eru kennd.

Ritverk

breyta

Ártöl eru ekki nákvæm.

Handritageymd

breyta

Verk Virgils eru betur varðveitt en textar annarra rómverskra skálda. Elstu handritin eru frá 4. ög 5. öld og geyma textann með hástafaletri. Þá vitna aðrir höfundar fremur oft í Virgil, m.a. Seneca, Quintilianus og Aulus Gellius. Til skýringarrit, mikið vexti, eftir Servius frá því um 400. Handrit frá 9. og 10. öld eru fjölmörg en fra þeim tíma eru elstu handrit margra annarra höfunda.

Helstu handritin eru:

Útgáfur og þýðingar

breyta
  • Mynors, R.A.B. (ritstj.), P. Vergili Maronis Opera (Oxford: Oxford University Press, 1969).

– Latneskur texti ásamt handritafræðilegum skýringum.

  • Clausen, Wendell, A Commentary on Virgil’s Eclogues (Oxford: Clarendon Press, 1995).

– Latneskur texti Hjarðkvæðis Virgils ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Thomas, Richard F. (ritstj.), Virgil: Georgics Volume 1 Books I-II (Cambridge: Cambridge University Press, 1988).

– Latneskur texti 1. og 2. bókar Búnaðarbálks ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Thomas, Richard F. (ritstj.), Virgil: Georgics Volume 2 Books III-IV (Cambridge: Cambridge University Press, 1988).

– Latneskur texti 3. og 4. bókar Búnaðarbálks ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Williams, R.D. (ritstj.), Virgil: Aeneid I-VI (London: Bristol Classical Press, 1972/1996).

– Latneskur texti 1.-6. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Gould, H.E. og Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid I (London: Bristol Classical Press, 1946/1984).

– Latneskur texti 1. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Austin, R.G. (ritstj.), P. Vergili Maronis Aeneidos Liber Quartus (Oxford: Clarendon Press, 1955/1982).

– Latneskur texti 4. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Gould, H.E. og Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid IV (London: Bristol Classical Press, 1943/1997).

– Latneskur texti 4. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Williams, R.D. (ritstj.), Virgil: Aeneid V (London: Bristol Classical Press, 1960/1994).

– Latneskur texti 5. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Austin, R.G. (ritstj.), P. Vergili Maronis Aeneidos Liber Sextus (Oxford: Clarendon Press, 1986).

– Latneskur texti 6. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Gould, H.E. og Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid VI (London: Bristol Classical Press, 1946/1991).

– Latneskur texti 6. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Williams, R.D. (ritstj.), Virgil: Aeneid VII-XII (London: Bristol Classical Press, 1973).

– Latneskur texti 7.-12. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Gransden, K.W. (ritstj.), Virgil: Aeneid Book VIII (Cambridge: Cambridge University Press, 1976).

– Latneskur texti 8. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Hardie, Philip (ritstj.), Virgil: Aeneid Book IX (Cambridge: Cambridge University Press, 1994).

– Latneskur texti 9. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Gransden, K.W. (ritstj.), Virgil: Aeneid Book XI (Cambridge: Cambridge University Press, 1991).

– Latneskur texti 11. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.

  • Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid XI (London: Bristol Classical Press, 1955/1998).

– Latneskur texti 11. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Maguinness, W.S. (ritstj.), Virgil: Aeneid XII (London: Bristol Classical Press, 1953/2002).

– Latneskur texti 12. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

  • Virgil, Virgil I: Eclogues, Georgics, Aeneid 1–6. H.R. Fairclough (þýð.), G.P. Goold (endursk.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1. útg. 1916, endursk. útg. 1999).

– Ensk þýðing í óbundnu máli ásamt latneskum texta.

  • Virgil, Virgil II: Aeneid 7–12, Appendix Vergiliana. H.R. Fairclough (þýð.), G.P. Goold (endursk.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1. útg. 1918, endursk. útg. 2000).

– Ensk þýðing í óbundnu máli ásamt latneskum texta.

  • Virgil, The Aeneid. David West (þýð.) (London: Penguin Books, 1990).

– Ensk þýðing í óbundnu máli.

  • Virgill, Eneasarkviða. Haukur Hannesson (þýð.) (Reykjavík: Mál og menning, 1999).
- Íslensk þýðing í óbundnu máli.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Virgil“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. nóvember 2005.
  • Martindale, Charles (ritstj.), The Cambridge Companion to Virgil (Cambridge: Cambridge University Press, 1997). – Safn lærðra greina um Virgil.
  • Slavitt, David, Virgil (New Haven: Yale University Press, 1991).