Orðatiltæki

Ekki málshættir

Orðatiltæki er hugtak sem er haft um fast orðasamband (til dæmis „e-ð er ekki heiglum hent“) eða orðtak (til dæmis „vera einn um hituna“), einnig fastar líkingar (til dæmis „fara eins og logi yfir akur“) og kunn orðasambönd (til dæmis „nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“). Ekki má rugla orðatiltækjum saman við málshætti, sem eru föst eining og innihalda vissa lífsspeki (byggða á reynslu kynslóðanna) eða lífsviðhorf og eru (oftast) settir fram í einni setningu (til dæmis „Oft verður góður hestur úr göldum fola“).

Dæmi um orðatækiBreyta

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.