Hóratíus

(Endurbeint frá Horatius)

Quintus Horatius Flaccus, (8. desember 65 f.Kr.27. nóvember 8 f.Kr.), þekktur sem Hóratíus og stundum sem Hóras, var helsta skáld lýrísks kveðskapar í Rómaveldi á valdatíma Ágústusar.

Hóratíus

Hóratíus fæddist í Venosa (Lucania). Hann var sonur leysingja en var sjálfur frjálsborinn. Faðir hans var ekki efnaður en varði þó umtalsverðu fé í menntun Hóratíusar og fluttist með syni sínum til fyrst Rómar til að láta mennta hann. Síðar hélt Hóratíus til Aþenu þar sem hann nam grísku og heimspeki. Hóratíus var ævinlega þakklátur föður sínum fyrir þær fórnir sem hann færði til þess að geta menntað son sinn. Samband hans við föður sinn þykir eitt það hjartnæmasta sem vitað er um frá fornöld. Með hans eigin orðum (athugið að fegurð kveðskaparins glatast í þýðingu):

Séu lestir mínir fáir og óverulegir en ég er að öðru leyti heiðarlegur maður, getirðu bent á einungis fáa bletti á annars óaðfinnanlegu yfirborði, geti enginn sakað mig um græðgi, illsku eða óhóf, sé ég hreinn og beinn (svo ég hæli nú sjálfum mér) og sé ég vinum mínum vinur í raun, þá á faðir minn heiðurinn skilinn ... Eins og mál hafa æxlast verðskuldar hann þakklæti mitt og lof. Aldrei gæti ég skammast mín vegna slíks föður né finn ég neina þörf, líkt og margir, til að afsaka mig fyrir að vera sonur leysingja. Satires 1.6.65-92

Eftir morðið á Júlíusi Caesar gekk Hóratíus í herinn undir stjórn Brútusar. Hann tók þátt í orrustunni við Filippí en bjargaði lífi sínu á flótta. Hann sneri aftur til Ítalíu eftir að þeir sem höfðu barist gegn hinum sigursæla Octavíanusi höfðu verið náðaðir. Faðir hans var þá látinn og jörð þeirra hafði verið gerð upptæk. Hóratíus bjó við sára fátækt. Eigi að síður gat hann keypt sér stöðu sem ritari á skrifstofu quaestors (gjaldkera) og það gerði honum kleift að draga fram lífið og iðka kveðskap sinn.

Hóratíus tilheyrði sama hópi skálda og menntamanna og Virgill og Lucius Varius Rufus. Þeir kynntu hann fyrir Maecenasi, vini og trúnaðarmanni Octavíanusar Ágústusar. Maecenas varð styrktaraðili Hóratíusar og náinn vinur og gaf Hóratíusi jörð nærri Tibur, í dag Tivoli.

Ritverk

breyta
 
Saturae, 1577

Fornfræðingar álíta Hóratíus almennt vera, ásamt Virgli, mestan allra skálda á latínu.

Fjölmargir latneskir frasar sem enn eru í notkun eru komnir úr kvæðum Hóratíusar, t.d. „carpe diem“ (nýttu daginn), „dulce et decorum est pro patria mori“ (sætt er og viðeigandi að deyja fyrir föðurlandið) og „aurea mediocritas“ (gullni meðalvegurinn).

Kvæði hans eru undir grískum bragarháttum (eins og verk elstu skáldanna á latínu), allt frá sexliðahætti, sem hæfir latínunni vel, til flóknari bragarhátta eins og saffískum hætti, sem hæfa latínunni og latneskri setningafræði ekki alltaf jafnvel. Enginn annar höfundur á latínu notar þessa hætti af jafnmiklum þokka, jafnmikilli nákvæmni og léttleika, þótt Catullus komist stundum nálægt því.

Verk Hóratíusar eru (í tímaröð):

Heimild

breyta

Útgáfur og þýðingar

breyta

Fræðilegar útgáfur

breyta
  • E.C. Wickham (ritstj.), Q. Horati Flacci Opera (Oxford: Oxford University Press, 1901).
Oxford Classical Texts útgáfa m. handritafræðilegum og textafræðilegum skýringum.

Skýringarrit

breyta
  • Horace, Epistles: Book I. Roland Mayer (ritstj.) (Cambridge: Cambridge University Press, 1994).
  • Horace, Epistles: Book II and Epistle to the Pisones (Ars Poetica). Niall Rudd (ritstj.) (Cambridge: Cambridge University Press, 1989).
  • Horace, Epodes. David Mankin (ritstj.) (Cambridge: Cambridge University Press, 1995).

Þýðingar

breyta

Íslenskar þýðingar

breyta
  • Quintus Horatius Flaccus, Í skugga lárviðar. Helgi Hálfdanarson (þýð.) (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1991).

Enskar þýðingar

breyta
  • Horace, Odes and Epodes. Niall Rudd (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2004).
  • Horace, Satires, Epistles, Ars Poetica. H.R. Fairclough (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1999).

Tenglar

breyta