Höfn
(Endurbeint frá Höfn (mannvirki))
- Getur líka átt við um Höfn í Hornafirði.
Höfn er staður þar sem skip og bátar geta leitað vars fyrir veðri og vindum eða er lagt til geymslu. Höfn getur verið náttúruleg höfn: náttúrulegt var við höfða, víkur, eyjar eða granda; eða mannvirki með öldubrjótum, sjóvarnargörðum og hafnargörðum eða blanda af þessu tvennu. Manngerðar hafnir þarfnast oft reglulegrar dýpkunar þar sem þær eru reistar upp við land þar sem dýpi er lítið. Manngerðar hafnir eru oftast með bryggjukanta, bryggjur, kvíar og aðra aðstöðu til að skip geti lagst að landi, hægt sé að sjósetja þau og taka á land, ferma og afferma o.s.frv.