Nýiðnvætt land
Nýiðnvætt land er orð notað af hagfræðingum og öðrum fræðimönnum til að lýsa félagshagfræðilegu þróunarstigi lands sem hefur ekki náð stöðu þróaðs lands. Þótt að þessi lönd séu ekki komin á eins hátt þróunarstig og þróað land skera þau sig úr þróunarlöndum. Eitt einkenni nýiðnvædds lands er hraður efnahagsvöxtur (í mörgum tilfellum byggður á útflutningi). Þar að auki er iðnvæðingarferlinu ekki lokið í þessum löndum.
Nýiðvnædd lönd ganga oft í gegnum stórar félagslegar breytingar á tiltölulega stuttum tíma, t.d. þéttbýlismyndun, þar sem fólk flytur úr dreifbýli í þéttbýli. Iðnaðurinn getur vaxið hratt þar sem margar verksmiðjur rísa sem laða að sér þúsundir starfsmanna. Nýiðnvædd lönd eiga nokkur önnur sameiginleg einkenni: styrkur leiðtogi og stjórnmálamenn, áhersla á framleiðsluiðnaði, opið markaðshagkerfi og fríverslun við önnur lönd, stór alþjóðleg fyrirtæki, mikil fjáröflun frá erlendum fjárfestum og mikill vöxtur í þéttbýlum.