Hollenska Vestur-Indíafélagið

Hollenska Vestur-Indíafélagið (hollenska: Geoctroyeerde Westindische Compagnie) var hollenskt verslunarfélag með einkaleyfi á verslun í Vestur-Indíum frá stofnun þess 3. júní 1621. Auk þess fékk það vald yfir þrælaversluninni á Atlantshafi. Félagið starfaði því bæði í Vestur-Afríku og Ameríku. Félagið stóð fyrir stofnun nýlenda og verslunarstaða í Nýja heiminum og herjaði á spænsk og portúgölsk skip og nýlendur með sjóránum.

Vestur-Indíahúsið í Amsterdam var höfuðstöðvar félagsins frá 1623 til 1647.

Fyrsta Vestur-Indíafélaginu gekk ekki vel, aðallega vegna stríðs Hollands og Portúgals um nýlendur á strönd Brasilíu sem var félaginu mjög kostnaðarsamt. Félagið hafði mikil umsvif í þrælaversluninni og átti verðmætar eignir í Vestur-Afríku en þar kom að það varð gjaldþrota og var leyst upp árið 1674. Vegna eftirspurnar eftir þrælum í nýlendunum var félagið endurreist árið eftir. Eftir fjórða stríð Englands og Hollands var ljóst að félagið var ófært um að verja eigin nýlendur fyrir óvinaríkjum. Stjórn Hollands keypti því öll hlutabréf í félaginu 1791 og tók árið eftir yfir stjórn allra nýlenda þess.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.