Notandi:Jabbi/Upplýsingin

Fyrsta alfræðiorðabókin varð til fyrir tilstilli Denis Diderot, Jean le Rond d'Alembert o.fl. á tímum Upplýsingarinnar.

Upplýsingin, upplýsingaöldin eða lærdómsöldin var tímabil mikilla breytinga í Evrópu og Bandaríkjunum í vísindalegum vinnubrögðum og hugsun sem hófst á 17. öld og varði í öld eða svo. Nafnið vísar til þess að á undan höfðu hinar dimmu miðaldir gengið og þær nýju hugmyndir og uppgötvanir sem komu fram á þessu tímabili sviptu hulunni af mörgu því sem áður hafði verið manninum óskiljanlegt. Upplýsingin var því tímabil mikillar þekkingaröflunnar mannsins. Þessi þekking var tilkominn vegna þess að maðurinn notaði í auknum mæli vísindaleg vinnubrög byggð á skynsemi og raunhyggju frekar en trú á yfirnáttúruleg öfl eða aðrar bábiljur. Hin kristna kirkja varð fyrir aukinni gagnrýni eftir að hin nýju vísindi og vinnubrögð gáfu af sér veraldlega heimssýn.

Upplýsingin átti helstu upptök sín í Vestur-Evrópu: Frakklandi, Bretlandi, og Þýskalandi og víðar. Hún barst um alla Evrópu og hafði víðtæk áhrif á samfélagið og tækniþróun. Það tímabil sem af mörgum er álitið hafa komið á milli miðalda og Upplýsingarinnar sem nefnt er Endurreisnin má með nokkurri einföldun segja að hafi frekar haft áhrif á menningarlíf, svo sem með því að upphefja á ný svokölluð klassísk verk Forn-Grikkja. Leiðandi einstaklingar þess tímabils voru m.a. Ítalarnir Leonardo Da Vinci og Dante.

Sem bein eða óbein afleiðing þessara hugmyndastefna sem Upplýsingin markaði má nefna sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna árið 1776 og frönsku byltinguna árið 1789.

Ný hugmyndastefna breyta

Þótt að Hobbes teljist ekki til hugmyndasmiða Upplýsingarinnar má finna í honum ákveðinn vísi að því sem koma skyldi. Hann lét niður á blað bók sína Leviathan árið 1651 þar sem hann hafði orð á nauðsyn þess að til staðar væri eins konar samfélagssáttmáli milli ráðamanna og almennings. Í hans skilningi var hið náttúrulega ástand þannig háttað að allir stríddu gegn öllum (l. Bellum omnium contra omne). Undir þeim kringumstæðum er ævi flestra „einmanaleg, fátækleg, viðbjóðsleg, dýrsleg og stutt“ (e. „solitary, poor, nasty, brutish, and short“). Því þurfa allir að leggjast á eitt, og sjá til þess að þeir brjóti ekki gegnum öðrum því ella er það hlutverk konungsins að refsa fyrir það. Þar með hafði skynsemi tekið við af hinu náttúrulegu ástandi óreglu.

Einn helsti vísir að Upplýsingunni, skulum við segja, var útgáfa bókarinnar Leviathan eftir Englendinginn Thomas Hobbes. Í þeirri bók ræðir Hobbes um tengsl milli einvaldsins og þegnsins og ber það saman við stöðu mannsins þar sem ekkert yfirvald ríkir annað en lögmál frumskógarins. Þar sem lögmál frumskógarins gildir berst hver maður fyrir sjálfan sig og vílar það ekki fyrir sér að vega mann og annan þjóni það hagsmunum hans. Maðurinn verður að eins konar dýri, siðferðislaus. Tengsl þau sem mynduðust milli almennings og konungs (einvalds) einkenndust af gagnkvæmum skyldum. Það er, skylda þegnsins til þess að hlýða konungi sínum og ráðast ekki gegn öðrum samborgurum sínum, ella standa frammi fyrir refsingu konungsins. Hins vegar skylda konungsins til þess að vernda þegna sína, beita valdi sínu hóflega, og ekki eftir geðþótta.

Á sviði vísinda voru það hugmyndir Englendingsins Francis Bacon um raunhyggju sem ollu hinni svokölluðu vísindabyltingu. Fram að henni var heimssýn almennings bundin við túlkanir – og að sumu leyti kreddum – kirkjunnar. Heimurinn var skapaður af Guði og var því þegar allt kom til alls óskiljanlegur manninum. Bacon vildi hins vegar meina að hægt væri að taka mál af veraldlegum hlutum og með tilraunum, sem væri með góðu móti hægt að endurtaka, þannig hægt að sýna fram á ófrávíkjanlegum lögmálum. Það væri því manninum mögulegt með aðstoð vísinda að draga lærdóm um heiminn sem veraldlegt fyrirbæri, óháð æðri máttarvöldum.


Upplýsingin á Íslandi breyta

Mikilvægir einstaklingar breyta

Hér er listi yfir mikilvæga einstaklinga tengda Upplýsingunni. Þeim er raðað eftir fæðingarári.

Sjá einnig breyta

Tenglar breyta

Íslenskt breyta