Veraldarhyggja

(Endurbeint frá Veraldleiki)

Veraldarhyggja á við það lögmál að ríkisstjórn og fulltrúar hennar eigi að vera aðskilin frá trúfélögum og höfðingjum þeirra. Í einni útgáfu stefnunnar er rétturinn til að vera laus við trúarbrögð og kenningar þeirra fullyrður. Einnig er haldið fram að ríki leggi ekki ákveðin trúarbrögð á borgarana sína. Önnur útgáfa veraldarhyggju snýr um lögmálið að athafnir og ákvarðanir sem snerta almenninginn, sérstaklega þær tengdar stjórnmálum, eigi að vera lausar við trúaráhrif.

Slagorð franska ríkisins yfir dyrum kirkju.

Veraldarhyggja á rætur sínar að rekja til grískra og rómverskra heimspekinga eins og Markúsar Árelíusar og Epikúrosar; til hugsuða upplýsingarinnar eins og Denis Diderot, Voltaire, Baruch Spinoza, James Madison, Thomas Jefferson og Thomas Paine; og til nýlegri fríhyggjumanna og trúleysingja eins og Robert Ingersoll og Bertrand Russell.

Skoðanir um tilgang og stuðning veraldarhyggju eru mjög misjafnar. Í evrópskri veraldarhyggju eða laïcité hafa rök verið færð fyrir því að hún sé hreyfing í att að nútímavæðingu og burt frá hefðbundnum trúargildum (þ.e. veraldarvæðing). Slíka veraldarhyggju, byggð á félagslegum eða heimspekilegum grundvelli, er oft að finna í löndum þar sem haldið er utan um þjóðkirkju eða önnur trúfélög. Sumir halda fram að bandarísk veraldrarhyggja, eða ríkisveraldarhyggja, hafi varið trúarbrögð og trúmenn fyrir ríkisafskiptum, og að þar sé veraldarhyggja minni í samfélaginu.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.