Samfélagssáttmáli
Samfélagssáttmálinn er meginhugtak svonefndra sáttmálakenninga um eðli og undirstöður mannlegs samfélags, siðferðis og réttmæti ríkisvalds. Hugmyndin er í grófum dráttum sú að óskrifaður sáttmáli ríki um að einstaklingar gefi upp tilkall sitt til tiltekinna réttinda en feli ríkisvaldi í hendur valdstjórn til þess að viðhalda reglu í samfélaginu og tryggja öryggi þegnanna. Yfirleitt er því ekki haldið fram að menn hafi bókstaflega komist að samkomulagi un undirstöður samfélagsskipunarinnar á einhverjum tilteknum tíma heldur ríki samkomulagið á svipaðan hátt og samkomulag ríkir um merkingu orða í tungumálinu.[1]
Sáttmálakenningar eru til í mörgum afbrigðum. Þær hafa verið notaðar til að réttlæta konungsstjórn, frjálshyggju og félagshyggju.[2] Sáttmálakenningar voru þungamiðjan í þeirri hugmynd að réttmætti valdhafanna byggi á samþykki þegnanna og voru hornsteinninn í heimspekilegri réttlætingu lýðræðisins sem kom fram á 17. og 18. öld.
Flestar sáttmálakenningar byrja á einhvers konar greiningu á ímynduðu samfélagi án ríkisvalds og félagslegrar skipunar; þetta ástand er venjulega nefnt „náttúrulegt ástand“. Í slíku ástandi, segja flestar sáttmálakenningar, eru einu hömlurnar á einstaklinginn máttur hans og samviska. Ýmsar útfærslur eru síðan til á svarinu við spurningunni hvers vegna skynsamur einstaklingur hefur hag af því að láta eftir hluta af frelsi sínu til þess að koma á félagslegri skipan og valdstjórn.
Vísi að sáttmálakenningu má finna í ritum forngríska heimspekingsins Platons en sáttmálakenningar urðu þó ekki vinsælar fyrr en á nýöld. Helstu kenningasmiðir sáttmálakenninga voru þeir Thomas Hobbes (1651), John Locke (1689) og Jean-Jacques Rousseau (1762). Merkasti sáttmálakenningahöfundur 20. aldar var John Rawls (1971).
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ Atli Harðarson. „Hvað er átt við með samfélagssáttmála?“. Vísindavefurinn 10.2.2006. http://visindavefur.is/?id=5633. (Skoðað 25.3.2009).
- ↑ Atli Harðarson. „Hvað er átt við með samfélagssáttmála?“. Vísindavefurinn 10.2.2006. http://visindavefur.is/?id=5633. (Skoðað 25.3.2009).
Ítarefni
breyta- Ankerl, Guy. Toward a Social Contract on a Worldwide Scale (Geneva: ILO, 1980).
- Boucher, David og Paul Kelly (ritstj.). The Social Contract from Hobbes to Rawls (New York: Routledge, 1994).
- Dworkin, Ronald. Law's Empire (Fontana Press, 1986).
- Freeman, Samuel Justice and the Social Contract (Oxford: Oxford University Press, 2007).
- Gauthier, David. Morals By Agreement (Oxford: Oxford University Press, 1986).
- Gauthier, David. Moral Dealing: Contract, Ethics, and Reason (Ithaca: Cornell University Press, 1990).
- Hampton, Jean. Hobbes and the Social Contract Tradition (Cambridge: Cambridge University Press, 1986).
- Kavka, Gregory S. Hobbesian Moral and Political Theory (Princeton: Princeton University Press, 1986).
- Lessnoff, Michael. Social Contract (London: Macmillan, 1986).
- Morris, Christopher W. (ritstj.). The Social Contract Theorists: Critical Essays on Hobbes, Locke and Rousseau (Rowman & Littlefield Publishers, 1999).
- Nozick, Robert. Anarchy, State, and Utopia (New York: Basic Books, 1974).
- Pettit, Philip. Republicanism: A Theory of Freedom and Government (Oxford: Clarendon Press, 1997).
- Rawls, John. A Theory of Justice (Harvard University Press, 1971).
- Rawls, John. Political Liberalism (New York: Columbia University Press, 1996).
- Skyrms, Brian.Evolution of the Social Contract (Cambridge: Cambridge University Press, 1996).
- Skyrms, Brian. The Stage Hunt and the Evolution of Social Structure Cambridge: Cambridge University Press, 2004).
- Vallentyne, Peter (ritstj.). Contractarianism and Rational Choice (Cambridge: Cambridge University Press, 1991).