Edward Gibbon (8. maí 173716. janúar 1794) var enskur sagnfræðingur, þekktur fyrir verk sitt The History of the Decline and Fall of the Roman Empire sem kom út í mörgum bindum á árunum 1776 til 1788. Hann var undir miklum áhrifum frá skynsemishyggju upplýsingarinnar og taldi útbreiðslu kristni vera helstu ástæðu afturfarar á miðöldum. Hann bjó í mörg ár í Lausanne í Sviss og leit að ýmsu leyti á sig fremur sem Svisslending en Englending. Hann skildi ákveðið á milli frumheimilda og eftirheimilda og tók þær fyrrnefndu fram yfir þær síðarnefndu. Meðal annars þess vegna hefur hann verið talinn með fyrstu nútímasagnfræðingunum.

Edward Gibbon

Tengill

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.