Daglínan
Daglínan er ímynduð hlykkjótt lína á yfirborði jarðar sem liggur að mestu um ±180 lengdargráðu, hún liggur á móti núllbaugi. Vestan daglínunnar og austan hennar er sitt hvor dagurinn. Ef vestan hennar er 1. janúar á tilteknu ári, þá er 31. desember ársins á undan austan hennar. Því gætu farþegar skips sem sigldi frá vestri til austurs fagnað sömu áramótunum tvisvar. Hins vegar gætu farþegar annars skips, sem sigldi í vestur, alfarið misst af þessum sömu áramótum.