Jorge Mario Pedro Vargas Llosa, fyrsti markgreifinn af Vargas Llosa (f. 28. mars 1936) er perúískur rithöfundur, ritgerðarsmiður og stjórnmálamaður. Mario er meðal vinsælustu rithöfunda í hinum spænskumælandi heimi. Hann starfaði áður sem blaðamaður og tók þátt í stjórnmálum í Perú. Hann bauð sig fram sem forseta landsins árið 1990 en laut í lægra haldi fyrir Alberto Fujimori. Hann hefur hlotið fjölda bókmenntaverðlauna fyrir verk sín, ekki bara í heimalandi sínu heldur víða um heim, svo sem Planeta-verðlaunin 1993 og Cervantes-verðlaunin 1995. Árið 2010 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum „fyrir að hafa kortlagt innviði valdsins og skapað hnífskarpar myndir af mótstöðu einstaklingsins, uppreisn hans og falli.“

Mario Vargas Llosa
Mario Vargas Llosa
Mario Vargas Llosa, árið 2005.
Fæddur: 28. mars 1936 (1936-03-28) (88 ára)
Arequipa, Perú
Starf/staða:Rithöfundur, stjórnmálamaður, háskólakennari
Þjóðerni:Perúskur
Bókmenntastefna:Módernismi og póstmódernismi
Þekktasta verk:La Ciudad y Los Perros (1831)
La casa verde (1965/1968)
Conversación en la catedral (1969/1975)
Maki/ar:Julia Urquidi (g. 1955; skilin 1964)
Patricia Llosa (g. 1965; skilin 2015)
Isabel Preysler (2015-)
Börn:3, þ. á m. Álvaro Vargas Llosa
Undirskrift:

Vargas Llosa hóf feril sinn árið 1959 með smásagnasafninu Los Jefes (Yfimennirnir) en hann sló fyrst í gegn með skáldsögunni La Ciudad y Los Perros (Borgin og hundarnir) sem kom út árið 1963. Hann er einna þekktastur fyrir skáldsögur sínar: La casa verde (1965/1968) (Græna húsið) og Conversación en la catedral (1969/1975) (Samtal í dómkirkjunni).

Æska og námsár

breyta

Mario Vargas Llosa fæddist inn í miðstéttarfjölskyldu í borginni Arequipa í Perú. Hann var eina barn Ernesto Vargas Maldonado og Dora Llosa Ureta. Stuttu eftir fæðingu Marios, kom í ljós að faðir hans hafði átt í ástarsambandi við þýska konu, þannig að Marío á tvo yngri hálfbræður: Enrique og Ernesto Vargas. Vargas Llosa bjó með móðurfjölskyldu sinni í Arequipa eftir skilnað foreldra sinna, en móðurafi hans var útnefndur heiðursræðismaður Perú í Bólivíu á þessum árum. Hann fluttist þá með mömmu sinni og fjölskyldu hennar til Cochabamba í Bólivíu, þar sem hann eyddi fyrstu árum bernsku sinnar. Sem barn var Vargas Llosa sagt að faðir hans væri látinn þar eð móðir hans og fjölskylda hennar vildi ekki að hann vissi af skilnaði foreldra hans.

Í ríkisstjórnartíð perúíska forsetans José Bustamante Y Rivero var móðurafa hans fengin diplómatísk staða í Perú, nánar tiltekið í strandborginni Piura, en með því flutti öll fjölskyldan aftur til Perú. Þegar þangað var komið sótti Vargas Lliosa grunnskóla í hinum kaþólska Academy Colegio Salesiano. Árið 1946, þegar hann var tíu ára, flutti hann til höfuðborgarinnar Lima með fjölskyldu sinni og hitti föður sinn í fyrsta skipti. Foreldrar hans tóku þá upp þráðinn á ný og bjuggu öll táningsár hans í Magdalena del Mar, sem er miðstéttarhverfi í úthverfum Lima. Meðan hann bjó í Lima, stundaði hann nám við Colegio La Salle, hinum kristna gagnfræðaskóla, frá 1947 til 1949.

Þegar Vargas Llosa var fjórtán ára sendi faðir hans hann í Leoncio Prado-herskólann í Lima, en um þá reynslu átti hann síðar eftir að segja að það hafi verið eins og að „kynnast helvíti á jörðu“. Ári áður hann brautskráðist hóf hann störf sem áhugamanna-blaðamaður á dagblaði. Hann dró sig síðar út úr herskólanum og lauk námi sínu í Piura, þar sem hann starfaði fyrir staðardagblaðið, La Industria, og kom fyrsta verki sínu á svið, en það var leikritið: La huida del Inca.

Árið 1953, þegar ríkisstjórn Manuel A. Odría var við völd, nam Vargas við Þjóðarháskólann í San Marcos, hvorttveggja lögfræði og bókmenntir. Tveimur árum síðar kvæntist hann Julia Urquidi, eiginkonu móðurbróður síns, en hann var þá 19 ára e hún 13 árum eldri. Vargas Llosa byrjaði svo bókmenntaferil sinn fyrir alvöru árið 1957 með útgáfu smásagnasafnsins Los jefes og El abuelo, en þau skrifaði hann meðan hann starfaði fyrir tvö mismandi perúísk dagblöð. Eftir að hann brautskráðist frá Þjóðarháskólanum í San Marcos árið 1958 fékk hann styrk til náms við Complutense-háskóanum í Madríd á Spáni. Árið 1960, eftir að námsstyrkur hans í Madrid var fyrir bí, flutti hann sig til Frakklands með þá fullvisu að hann fengi námsstyrk til að læra þar. En þegar þangað kom fékk hann að vita að beiðni hans til námsstyrks var hafnað. Þrátt fyrir óvænta fjárhagslega erfiðleika þeirra hjóna ákváðu þau að vera áfram í París og hann tók að skrifa af krafti. Hjónabandi varaði þó ekki lengi og endaði með skilnaði árið 1964. Ári síðar giftist hann frænku sinni, Patricia Llosa, en með henni á hann þrjú börn: Álvaro Vargas Llosa (f. 1966), rithöfundur og ritstjóri; Gonzalo (f. 1967), kaupsýslumaður, og Morgana (f. 1974), sem er ljósmyndari. Á árunum 1969-1970 var hann lektor í suður-amerískum bókmenntum við King's College í London, en að því loknu ákvað hann að skrifa í fullu starfi.

Eitt og annað

breyta
  • Í Mexíkóborg árið 1976 kýldi Vargas Llosa fyrrverandi vin sinn Gabriel Garcia Marquez sem hann átti seinna eftir að hæða með því að lýsa honum sem „yfirstéttahóru Castros“. Atvikið átti sér stað inn í kvikmyndahúsi og Vargas Llosa lét hægri hnefann vaða í augað á Marquez. Ekki er vitað hvort handalögmálin komu til vegna pólitíkur eða út af konu, en þeir hafa ekki talast við síðan. [1]

Bækur á íslensku eftir Vargas Llosa

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Best of enemies: The truth behind a 30-year literary feud; grein af Independent.co.uk 2007“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2009. Sótt 16. janúar 2009.

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.