King's College London

King's College London (óformlega King's eða KCL) er almennur rannsóknarháskóli staddur í London, Bretlandi. Hann er einn níu stærstu háskóla sem tilheyra Háskólanum í London. King's College London segist vera elsti háskólinn á Bretlandi og var stofnaður af Georg 4. og hertoganum af Wellington árið 1829. Skólanum var gefið Royal Charter árið 1836. King's var einn tveggja háskólanna sem stofnuðu Háskólann í London.

Guy's Campus

King's er skiptur í níu deildir á fimm háskólalóðum: fjórar eru í Mið-London og hin í Denmark Hill í Suður-London. Hann er einn stærstu rannsóknarháskóla í grunn- og framhaldsnámi í læknisfræði í Evrópu og starfar í sambandi við sex stöðvar þess Medical Research Council, fleiri en allir aðrir háskólar á Bretlandi. King's er líka stofnandi King's Health Partners rannsóknarseturs í læknisfræði. Um 18.600 nemendur eru skráðir í fullu námi í King's og um 8.030 manns starfar þar, tekjur háskólans árið 2008/09 voru 508 milljónir breskra punda, úr þeim voru 144 milljónir frá rannsóknarstyrkjum

Meðal þeirra sem hafa unnið í háskólanum eða útskrifast þaðan eru 10 Nóbelsverðlaunahafar. King's er í 63. sæti í akademískri röðun háskóla og í 77. sæti á lista breska dagblaðsins The Times.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.